Kirkjuritið - 01.06.1966, Blaðsíða 94
KIIiKJURITIÐ
332
]>a<V í för með sér að' margir ungir luigsjónamenn, sem áður hefðu gerst
prestar, vinna nú að líknarslörfuin og ýniiss konar félagsmálastarfsemi.
3. Vissir þættir kirkjulífsins, sem liafa mjög fréhrindandi áhrif á „hugs-
andi menn, sem kynnu að vera væntanleg prestsefni“. Er ]>ar átt við „vissa
forneskju, sem loðir við erfðakenningu, andlegheit og helgisiði kirkjunn-
ar, losarahrag á sóknarprestsstöðunni nú á dögum, vaxandi vafa um nægi-
legt ágæti safnaðarfyrirkoinulagsins í horgunum, og þá aknennu skoðun
að prestarnir séu að kafna í alls konar foniium og félagsskap“.
4. Tregðu ungra manna nú á döguin til að vinna ævilangt og óafturkallan-
legt vígsluheit.
St. Jósefssysturnar i Landakoti
Þær minntust 25. júlí s.l. 70 ára starfsafmælis síns hérlendis.
Þetta er frönsk nunnuregla, stofnuð af Jesúítanum Pater Madile í
Frakklandi 1656.
Fjórar systur komii fyrst hingað til lands. Komu ]>ær fyrst upp sjúkra-
stofu í Reykjavík, aðallega fyrir franska sjómenn og sjóliða, sem þá voru
all margir hér við land.
A næstu vetrarvertíð fóru tvær þeirra lil Fáskrúðsfjarðar sömu erinda.
Fyrstu sjúkrarúmin voru í gönilu Landakotskirkjunni á suinrin. Laust
eftir aldamótin var gamli Landakotsspítalinn reistur. Nú hefur hann verið
cndurbyggður og stækkaður.
Tuttugu og sjö nunnur — þar af ein íslenzk — eru í Landakoti, en 10
í Hafnarfirði. Príorinnan í Landakoti er þýzk og lieitir Maria Hildigardis,
geðþekk og virðuleg og þó mild.
Nunnurnar klæðast kl. 5 að inorgni, en eru lausar frá störfum kl. 9 á
kvöldin.
Eins og alþjóð cr kunnugt, hefur regla þessi innt ómetanlegt líknarstarf
af höndum hérlendis — og raunar haft forgöngu í hjúkrunarmálum.
Ber að meta það og þakka að verðleikum.
Séra SigurSur Pálsson, prófastur á Selfossi fékk flest atkvæði (32) sem
vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdœmi. Séra Jón Thorarensen fékk 26 at-
kvæði. Séra Þorgrímur Sigurðsson, i>restur á Staðarstað fékk 5 atkvæði.
Nokkrir prestar eitt.
Séra Iiolli Gústafsson var löglega kosinn prestur í Laufásprestakalli.
Séra Asgeir Ingibergsson í Hvammi hefur verið ráðinn prestur fslendinga
á Keflavíkurflugvelli í stað séra Braga Friðrikssonar.
Séra Páll prófastur Þorleifsson á Skinnastað hefur fengið lansn frá ein-
hætti að eigin ósk, eftir 40 ára prestsskaj).