Kirkjuritið - 01.06.1966, Síða 43
KIRKJORITIÐ
281
niikilla kristilegra álirifa. Ég held þvert á móti að því sé öfugt
farið.
Ég fullyrði líka að í þeim löndum, þar sem kirkjan er rægð
°g ofsótt á allar lundir, séu þessi vandamál alls ekki úr sög-
unni, heldur færist æ meir í aukana.
Enn fullyrði ég, að kirkjan liér á landi sem annars staðar,
kaldi enn í dag á lofti þeim háleitustu hugsjónum og brýni
nienn að lifa því fegursta líferni, sem þekkist.
Mistök mín og annarra um að fylgja þessu eins og vera ber
í verki, afsanna það ekki.
Hlutlaus rannsókn og samanburður getur skorið úr um þetta.
Og liann eiga þeir fyrst og fremst að gera, sem lialda sig
svo mikla spámenn að þeir verði að steypa Kristi af stóli og
krjóta niður kirkjuna. — Og telja það ekki meiri þrekraun
en að blása á strá.
En hafi þ eir ekki mátt til þess, má búast við að þeir springi
ú því og kirkjan lifi þá af.
f iStal við Dibelíus
Otto Dihelíus, sem nú hefur látið af biskupsstörfum í Berlín
en lengi áður var yfirbiskup þýzku mótmælendakirkjunnar,
segir í viðtali til Christ und Welt:
— Vér lifum á ægilegri öld. Siðgæði Vesturlanda liefur
krapað niður fy rir það lágmark, sem vér gátum hugsað oss
uni síðustu aldamót. Það liefði ekki getað átt sér stað á 19.
ubl að þjóðirnar liefðu leitazt við að gjöreyða hver annarri
°g svarið liatrinu og lyginni hollustu sína. Menn komu sér
sanian um það í aldarlokin að menningarþjóðir skyldu aldrei
skerða hár á liöfði nokkurra þegna sinna, en nú drepa menn
konur og börn með köldu blóði, ef þeim finnst þau vera sér
a einhvern liátt Þrándur í Götu, livort heldur í stríði eða í
Hiði. Svo djúpt eruin vér sokknir án þess að fá rönd við reist.
i^etta leggur kirkjunni meira hlutverk og þyngri ábyrgð á
berðar en hún liefur áður kynnzt.
Ef ég væri orðinn tvítugur á nýjan leik og ætti að ráða við
,Ulg hvaða ævistarf ég hyggðist takast á hendur, mundi ég
verða prestur á ný. Á þeim tíma, sem vér lifum nú — er
'egna ríkjandi aldarfars, ekkert jafn áríðandi og að knýja