Kirkjuritið - 01.06.1966, Side 82
KIltKJUlUTlU
320
af Jiví, sem barui og ungmenni er bókslal'lega nauðsynlegt í
samskiptum við uppalendur sína, er eðlilegur agi. Ungmenni
ber virðingu fyrir aga, þó að það setji sig upp á móti honum.
Agi er sterkt uppeldismeðal, sé hann ekki misnotaður. Aga-
leysi er svikið uppeldi. Barnið ber mesta virðingu fyrir þeini
og elskar þá mest, sem veita því mestan aga og beztan og „segir
því til syndanna“. Við eigum ekki að gefa þeim röddum gaum,
sem liafa á móti aga. Agaleysi veldur upplausn.
Það þarf að veita ungmenninu nóg að starfa. Iðjuleysi er
sérbverju ungmenni stórhættulegt. Iðjuleysi getur orðið til
þess að beina ferð ungmennis út á lastabraut eða jafnvel út á
glæpaveg. Mér finnst nútíminn — kynslóðin, sem nú fer með
uppeldið — skilja illa lilutverk sitt gagnvart þessum svonefndu
táningum. Nútíminn liefur tekið störf frá ungmennunum og
fengið vélunum þau störf. Það vantar til dæmis fleira en fim-
leika í námsskrá skólanna fyrir börnin og ungmennin að reyna
kraftana á. Bóklegum fróðleik er lilaðið á sál þeirra, unz þau
fara að telja sig einhvers konar andleg stórmenni, sem bafi
meira vit á hlutunum en þeir fullorðnu. Slíkum bókmennum
fellur ekki líkamleg vinna, en telja liana tillieyra lilutskipti
þeirra fullorðnu. Kenningin: Meira kaup fyrir minni vinnu,
er þó ekki komin frá börnum eða ungmennum, beldur full-
orðnum óbappamönnum. Vinnan þroskar og göfgar. Vinnu
þarf að vanda, en ekki aðeins koma starfinu einhvernveginn
af. Það á ekki að kasta höndunum til verka, livert sem verkið
er. En einmitt vegna þess, að vandvirkni hefur orðið að lirekj-
ast víða frá völdum, liefur liroðvirknin komist að. Þess sjást
glögg merki á bókmenntum, listum og ýmiskonar tízku. Hugsið
ykkur þau ósköp, sem þar er olað að okkur. Við fáum atóm-
skáldskap, abstrakt-málun, elektróníska „liljómlist“, eins og
þessi afskræmi og lista-örverpi kallast. Þetta er afskrænid
spegilmynd þess, sem inni fyrir býr. Það þarf að ná því lireina
fram og veila því í réttan farveg — leiða list ungmennisins
fram á réttan veg, en ekki livetja til villuleiðar. Við þurfum
að tala í fullri alvöru og í trúnaði við þau ungmenni, sem við
umgöngumst. Við þurfum að sýna þeim fram á, að margt af
því, sem þau með óyfirveguðum fullyrðingum nefna „ganial-
dags“ í liáði, er ekki liégómi heldur traust, varanlegt og þraut-