Kirkjuritið - 01.06.1966, Qupperneq 18
KIRKJUIUTIÐ
256
saga liaft rík áhrif á þróun skóla- og menntamála síðar meir
og verulegt tillit verið tekið til þessa í sambandi við aðstöðu
kirkjunnar í fræðslukerfi nútímans?
Prestar liafa verið bændur eins og allir vita. Og lágu ekki
á liði sínu í þeirri grein. Þeir liöfðu forgöngu í búnaðarinál-
um, fyrst einstakir menn, sem ruddu nýjar brautir, síðan voru
það prestar, sem stóðu fremstir í flokki, þegar bændur hófu
skipuleg samlök um ný átök á sviði ræktunar og annarra bún-
aðarhátta. 1 sögu Búnaðarfélags Islands gleymast varla nöfn
sr. Þórlialls Bjarnarsonar, sr. Guðmundar Helgasonar, sr.
Eiríks Breim, svo að þessir einir séu nefndir. Og nöfn
þeirra ættu heldur ekki að gleymast, þegar minnzt er a
búnaðarsögu prestastéttarinnar, né annarra nöfn margra. Það
er stundum lalað um búskap presta. Fyrir kemur, að orð lieyT-
ast falla, sem gefa í skyn, að stéttin sé alls vesöl og gjörfallin
vegna þess að búskapur sé ekki rekinn í stórum stíl á sumuin
prestssetursjörðum og prestssetrin ekki nytjuð sem skyldi. Það
lieyrist hins vegar ekki, sem betur fer, að íslenzkir bændur
séu orðnir aukvisar, þótt vitanlegt sé, að jarðir í ábúð og eigu
bænda liafa lagzt í eyði unnvörpum, jafnvel lieilar sveitir. Það
beyrist lieldur ekki, að íslenzk sjómannastétt sé orðin úrkynj-
uð og eigi belzt að leggjast niður, þótt fyrir komi, að togarar
geti varla farið á flot sökum manneklu og til séu síldarverk-
smiðjur, sem standa verklausar. Menn taka lillit til þóðfélags-
legra aðstæðna og staðreynda í þessum samböndum, en slíkt
vill gleymast stundum, þegar rætt er um búskap presta. Og
þá er ekki kyn, þótt gleymd sé sú stórkostlega aðild og for-
ganga í búnaðarmálum, sem prestar létu í té á fyrri tíð. Hitt
er undarlegra, að mönnum skuli sjást yfir það, sem næst er,
þá staðreynd, að enn eru til prestar, sem eru meðal frenistu
bænda.
Menn eru skjótir að gleyma. Vér lifuni skammt á lárviði,
sem fyrri kynslóðir unnu til. Hann er fljótur að blikna, ekki
sízt í örum gróanda atvinnulífs og annarrar þjóðfremdar.
Það er e. t. v. fólgin liér lexía, sem prestar nútímans eiga
að nema. Vér erum að lifa aldalivörf. Hvað komandi öld ber i
skildi vitum vér ekki. En víst er það, að mannfélagsbyltingio
lieldur áfrain í kjölfar tækninnar, með vaxandi sérbæfing11’