Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 46

Kirkjuritið - 01.10.1972, Side 46
JÓHANNES TÓMASSON, stúdent: Dagbókarbrot frá SUM ”72 Fimmtudagskvöldið 27. júlí var saman kominn á afgreiðslu Loftleiða hópuf af ísiendingum, sem voru á leið til útlanda. Menn hafa eflaust farið út mis- jafnra erinda, en þessir 32 voru saman í hóp ó leið á kristilegt mót framhalds- skólanema, sem halda ótti í Finnlandi. Það heitir fullu nafni Nordiskt skolung- domsmöte pa biblisk grund, skammstafað SUM — ’72. Þessi mót hafa verið haldin árlega í ein 5 ár til skiptis á Norðurlöndunum, nema á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslendingar taka þátt í mótinu, og var hópurinn skipaður fe' lögum úr Kristilegum skólasamtökum í Reykjavík, KSS. Fararstjóri okkar var séra Jónas Gíslason, sóknarprestur í Grensássókn, en hann var lengi prestur í Kaup' manahöfn og er því hnútunum kunnugur á Norðurlöndum. Hér birtast nokkur dagbókarkorn frá þessu ferðalagi. STUTT FERÐASAGA Og víkjum þá aftur að ferðahópnum. Við máttum bíða lengi vel eftir flug- vélinni, og klukkan var orðin átta á föstudagsmorgni, þegar við lent- um í Kaupmannahöfn, flest eftir lít- inn svefn. Við skoðuðum borgina á föstudag og laugardag, fórum þetta venjulega, í dýragarðinn, Tívolí og búðir. Eldsnemma á sunnudags- morgni vorum við komin niður að höfn og œtluðum með „flyvebádene" til Málmeyjar. Þarna voru og komnir nokkrir Danir, sem voru einnig á leið til Nykarleby í Finnlandi sömu erinda og við. Síðan var áœtlað að aka til Kappelskar, sem er ferjubœr nokkru norðan við Stokkhólm, og taka ferju yfir til Finnlands. Ferðin norður um Suður-Svíþjóð gekk við rétt stönzuðum til að borða o.þ-h- Það var gaman að aka þarna. Okk- ur þótti tilbreyting í að hafa °H þessi tré, a.m.k. framan af. Þó er öllu fallegra í Finnlandi, landið er hœðóttara og útsýni meira þrátt fyr,r skóginn. Á ferjunni frá Svíþjóð til Finnlands bœttust Norðmenn í hópinn og taldi hann þá um 400 manns. Þeir Norð- menn, frœndur vorir, voru mjo9 hressilegir, og þegar þeir sáu |S' lenzka fána, sem sum okkar baro á erminni, hrópuðu þeir: ,,Heja ls' land!" Og við reyndum að tala v'® 236

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.