Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 38
ið góð fyrir þessu, anzar Halldór
og heldur svo ófram:
— Ja, það er nú svona. Það get-
ur verið varhugavert að fara eftir
því, sem í hugann kemur. Ég hef
tekið eftir því, að oft er fundið að
einhverju, sem prestar segja í lík-
rœðum, að það sé ekki rétt með
farið. En þetta er ekki prestunum
að kenna, nema þeir séu þó þvl
kunnugri. Prestur, sem nýkominn er
í prestakall, getur ekki vitað allt
um heimilishagi ó bœjum. Segi hann
eitthvað rangt, þá er það af því
að honum er sagt þetta eða hann
telur það sjálfsagt. Við skulum taka
til dœmis sambúð hjóna og slíkt.
Það er leiðinlegt fyrir prestinn að
tala mest um það í rœðu eftir mann,
sem deyr, að sambúðin hafi verið
góð, og svo hefur hún verið ómög1-1'
leg, og það er á allra vitorði. Slí^t
er ekki presti að kenna. Það á ein-
hver að hafa vit á að segja honum
þetta. — Það er ágœt regla a^
frétta fyrst um, hvað má ekki segia-
— Það getur nú verið dálítið erf-
itt að bera upp þá spurningu.
— Það er kannski illa þokkað, en
það er líka voðalegt að verða fyr'r
hinu.
Tíu prestar — of mikiS
— Þú varst að tala um, að allt v®r'
breytt. Finnst þér, að prestarnir $eu
líka mikið öðruvísi?
— Ég þarf nú ekki að vera a
tala um það, anzar Halldór og
svo við og segist náttúrlega hafa
séð allar sortir af þeim.
324