Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 89
Hametta (amictus)
^ametta er höfuð- og herðaklœði
(humerale), sem prestur skrýðist fyrst
a11ra messuklœða. Það er úr hvítu
léreftí. Stcerð þess er um 80x60 cm.
aðra langhlið þess er festur tvö-
faldur listi úr sama efni. Breidd hans
er um 8 cm og lengdin um 40 cm.
Onnur hlið þessa lista var oft skreytt
utsaumi og stundum málmplötum.
þau horn þessa klceðis, sem list-
lnn er festur við, eru tengd bönd.
hegar prestur klceðist þessu, leggur
hann borðann yfir klceðið, þannig
Qð skraut hans snúi upp. Síðan legg-
Ur hann klceðið yfir herðar og höfuð,
Pannig, að hinn skreytti listi liggi yfir
afuðið. Síðan krossleggur hann
œðið undir hökunni um brjóst sér,
regður böndunum undir handar-
dkana aftur fyrir og bregður þeim
S|ðan fram fyrir og vindur þau sam-
°n á brjósti sér. Eftir það klceðist
ann öðrum messuklceðum, og þegar
ann er alskrýddur, bregður hann
®ðinu aftur fyrir hnakka og mynd-
Ur borðinn þá kraga, er fellur yfir
^alsmál hökulsins. Þannig ver þetta
CB®' hökulinn svita og myndar
Iríekklegan hálsbúnað. Til eru heim-
ir um þetta klceði frá 9. öld. Talið
Ir bó, að það hafi verið notað jafn
en9i og önnur messuklœði.
þetta fat segja hinar fornu
passuskýringar: „Hametta, er hann
t^.restur) leggur um höfuð sér, jar-
e'nir von, er hlífir sem hjálmur. Það,
ar>n leggur hana um kverkar sér,
_ynir þa5; Qg hann skal stöðva sig
; ''lrTlœlgi, það, er hann bindur henni
^ r°ss um brjóst sér, að hann skyldi
Guðs tenaði, gceta hjarta síns
og hugar." Hamettu fylgir þessi bcen:
„Drottinn, set mér á höfuð hjálm
hjálprceðisins til að berjast gegn afli
hins illa. Fyrir Drottin vorn Jesúm
Krist."
Messuserkur (Alba)
Yfir skrýðingarkufl eða hempu klœð-
ist prestur hvítu klœði, er nefnist
messuserkur (Alba). Það er skósítt
og vel vítt. Hálsmálið fellur nœstum
að hálsi. Rauf er úr hálsmáli að
framan, svo að auðveldara sé að
klœðast því og afklœðast. Venjulega
er það dregið saman með bandi, sem
er þrcett gegnum hálsmálið og hnýtt
að framan. Ermarnar eru víðar um
handveginn, en mjókka fram og hafa
venjulega ermavídd fremst. Annars
er það með ýmsu sniði frá ýmsum
tímum. Það er gert úr ýmsu efni,
lérefti, silki o.fl. Þrestur klœðist á-
vallt serk við allar athafnir í kór og
við útskiptingu sakramenta utan
kirkju. Á firnmtu öld báru þetta klceði
allir þeir, sem þjónuðu í kór. Serk-
urinn á fyrirmynd sína í rómversku
fati, sem nefndist linea. Það var í
tízku á 3. öld og lengur. Serkurinn
varð helgiklœði, þegar linea var
lögð niður hjá Rómverjum. Er hann
því meðal hinna elztu messuklœða.
Messuserkur hefur nœr alveg af-
lagzt hér á landi, en í hans stað
hefur RYKKILÍN (superpellicium) kom-
ið. Uppruni rykkilíns er sá, að meðan
prestar sungu tíðir í kirkjum alla
daga árið um kring, þoldu þeir illa
kuldann í kirkjunum að vetrarlagi,
en þá voru kirkjur ekki hitaðar. Var
þeim þá leyft að klœðast loðfeldum
undir serknum. Reyndist serkurinn þá
375