Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 53
ÓLAFUR ÓLAFSSON:
Kirkjan og kristniboðið
iiÞví a3 þótt ég sé að boða fagn-
Qðarerindi, þó er mér það ekki neitt
hfósunarefni, því að skyldukvöð hvíl-
lr á mér; já, vei mér, ef ég boðaði
ekki fagnaðarerindi." — I. Kor. 9.
Kirkjan sjálf á kristniboði tilveru sína
þakka, og kristniboðið er hennar
^álstaður, hennar líf. Skeyti kirkjan
þeim málstað engu, þá sviptir hún
Sl9 sínum tilverurétti, og útséð er um,
hún eigi nokkra framtíð sem krits-
'n kirkja. Kirkjan, söfnuðurinn, er
st°lpi og grundvöllur sannleikans í
e'minum. Af þvi að henni hefir ver-
trúað fyrir Guðs orði, er það henni
°umflýjanleg og heilög skylda að sjá
Urn, að fagnaðarerindið verði boðað
"Svo víða um heim sem himinsól fer
°9 heimkynni manna liggja".
^ Það er óafsakanleg vanrœksla, að
^stniboðsins er svo sjaldan getið í
dstilegri prédikun hér á landi. Og
e er sú ástœða tiL sem fái afsak-
° að trúað fólk á íslandi, eigi
^ Ur en í öðrum löndum, taki ekki
e,nan þátt í starfinu fyrir kristni-
°®'®, af því að hér er um a I -
m
að
6nna kristilega skyldu
rceða.
Vegna þess að við höfum brugðizt
Frelsara okkar, eigum við íslendingar
einnig nokkura sök á því, að mikill
meiri hluti manna af sumum stœrstu
þjóðum veraldarinnar, er ennþá án
Krists. Okkur er það að kenna, að
nokkuru leyti, að eftir 19 alda bið
stendur þeim ekki enn náð Guðs í
Kristi til boða. Eftirfarandi gullfag-
urt sálmvers er því miður ekki fullur
sannleikur:
,,Svo víða um heim sem himinsól fer
og heimkynni manna liggja,
til boða náð Drottins öllum er,
þá ástgjöf, sem vilja þiggja."
Við vitum öll, að það getur því
miður ekki verið, þó að sú sé tiI-
œtlun Drottins. „Því hvernig eiga þeir
að trúa á þann, sem þeir hafa ekk-
ert heyrt um? Og hvernig eiga þeir
að heyra, án þess að einhver prédiki?
Og hvernig eiga þeir að prédika,
nema þeir séu sendir?"
Og nú er ekki nema um tvenns
konar rétta afstöðu trúaðra að rœða:
að senda aðra, eða láta senda sig.
339