Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 63
hinar lúthersku þjóðkirkju. í henni er
þjóðin, að kalla, en flestir eru
a trúnema-stiginu og skírðir ó því
stigi. Norðurlanda-kirkjurnar þurfa
horfast í augu við þetta í starfi
S|nu, ekki sízt í uppeldi.
Kirkjan ber þannig óbyrgð ó nœr
°Hum börnum og unglingum Norður-
'anda. Ekki aðeins ber hún óbyrgð
a börnum, sem koma fró trúuðum
^eimilum, kristnum ungmennum,
þeim, sem rœkja kirkju, þeim, sem
^ofa óhuga ó trúnni, heldur einnig
^eim, sem kirkjan er framandi fyrir,
^inum kœrulausu, þeim, sem tala
n'ðrandi um hana og ósaka, þeim,
^ern teljast afbrotaunglingar og
Peim, sem eru uppteknir af kynór-
JJ> fíkniefnum og drykkjuskap.
'rkian hefir tekið alla þessa menn
UPP ó arma sina til að bera óbyrgð
a þeim, Þetta er sú mesta óbyrgð,
^em hugsast getur, óbyrgð ó lífs-
Qttum og sóluhjólp. Því að kirkjan
hefir
gjört heit og gjörir heit við
i , --- » I............~.. '
lrnarlaugina! Það er mikilsvert, að
^innast þessa vel í þessum hug-
e'ðingum okkar. Þessi œska er ekki
j^9estir og útlendingar", þau eru
^arn kirkjunnar. Kirkjan er því ekki
nalgast ókunnuga í kennslu sinni
9 uppei,-)^ g^i^j trúskiptinga, heldur
S'na eigin trúnema,
^^irkjan er móðir. Víst er
9'nhluti þessara barna hennar
^ima hjó henni. Þau vitja henn-
sialdan, mjög sjaldan. Hin gamla
lr mó þakka fyrir, ef hún sér
a stórhótíðum. Þau telja sig
^ ekki hafa tíma til þessarar
i nar. Þessi móðir mó einnig hafa
t>Qð
°9 lóta ekki á sig fá, að megin-
hluti barna hennar sýni henni ekki
einu sinni tilhlýðilega virðingu. Þó
kemur það fyrir, þótt mjög sjald-
gœft sé, að þau koma — öll. Það
er, þegar stórir og sérstœðir áfang-
ar eru í œvi þeirra: Þegar þau stofna
heimili, þegar þau vilja skira börn
sín eða ferma þau, og undantekn-
ingarlaust, þegar lagt er upp í
hinstu ferð — til grafarinnar. Þá er
enginn, sem getur framkvœmt og
gert það, sem gera þarf jafn vel
og hin gamla móðir. Þar er stíll
og alvara, svo sem vera ber á slík-
um stórstundum.
I öllu þessu hefir kirkjan verið
þolinmóð og góð, svo sem gamalli
móður hœfir. Hún hefir auðmýkt sig,
minnzt aldurs síns og hugsað: „Ekki
er annars að vœnta, eg er gömul
orðin og hefi ekki tök á að fylgjast
með." Og hún sezt niður, horfir út
um gluggann — og bíður.
Hefir þá kirkjan brugðizt í
uppeldi sínu?
Hefir hún ekki verið of lítillát í þess-
ari afstöðu? Móðir á einnig rétt á
börnum sínum og börn hafa skyldur
við móður sína. En þau sýna þetta
ekki, flest þeirra. — Hvi ekki? —
Svar: Af því að þau eru horfin
henni sakir dekurs.
Kirkjunni hefir sýnilega orðið á
hin sama skyssa og flestum uppal-
endum. Annað hvort hefir hún verið
of ströng eða of eftirlát.
Fyrst var kirkjan of ströng —
bœði í aga og með þvingun margs
konar. Fyrri tíðar kynslóðir höfðu
vöndinn yfir sér, þangað til nútíðar-
maðurinn varð myndugur. Þá braust
349