Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 90

Kirkjuritið - 01.12.1972, Side 90
of þröngur og vildi rifna. Þetta kem- ur fram í sögu Lárenziusar Hólabisk- ups (B. I, bls. 847). Hann tók það ráð að banna prestum að nota loð- feldi til að vœgja serknum. Hefur það sennilega stafað af erfiðleikum á að útvega efni í önnur klœði. I öðrum löndum var málið leyst með því að sauma miklu víðara klœði og með víðum ermum úr sama efni, til að nota yfir loðfeldinn og því kallaðist það superpellicium. Það kallast hér rykkilín og hefur nœr útrýmt serknum. Rykkilín er jafn sítt og serkur, það er rykkt upp í háls- mál bœði að aftan og framan. Rykki- lín var áður ekki notað við messur, heldur aðrar athafnir, svo sem tíða- söng, skriftir, vitjun sjúkra, skrúð- göngur o.s.frv. Á 13. öld var leyft að nota rykkilín við sakramenti önnur en messuna. Rykkilín hér á landi hafa verið föst í formi. Aðalmunur þeirra hefur verið sá, að mismikið efni hefur verið lagt í þau. Stund- um eru þau svo óhóflega víð, að þrír menn eða fleiri gœtu staðið í þeim. Þá verða þau miður snotur og óþœgileg. Stundum tekst ekki að fá góðan svip á ermarnar og stund- um hafa þau blúndur, sem óprýða þau. Ef sneitt er hjá þessum ágöllum eru þau álitleg messuklœði. Á síðari árum hafa sézt hér tvcer aðrar gerðir rykkilína. Önnur er frá Danmörku komin. Hið danska rykkilín er aftan fyrir svipað hinu ísienzka, rykkt upp í háls, en að framan er það slétt og hneppt á misvíxl og minnir þeim megin meira á vinnusloppa kjötkaup- manna en messuklœði. Hin gerðin er frá Englandi og Ameríku komin. Það rykkilín er rykkt að aftan en minna að framan. Það er ekki eins vitt og hið íslenzka. Sérkenni þess eru einkum ermarnar. Þœr víkka mjög að framan og myndar sú víkkun sepa, sem nœr niður um hné. Rykki- lín þessi eru falleg, séu þau úr þunnu og voðfelldu efni. Galli þeirra er sa, að ermarnar eru ekki lausar við sundurgerð. Messuserkurinn á fleiri afkomend- ur en rykkilínið, en ekki hafa þeir þekkst hér á landi. Helzt þeirra er ROCHETTA. Hún er lík rykkilíni, en ncer ekki nema niður á hné og hefur venjulega ermavídd, en er stundum ermalaust. Hún var hluti af embœtt- isbúningi erkibiskupa, kardinála o9 páfa. Einnig nota kórdrengir afbrigð' hennar og margir kirkjukórar mot- mœlenda. Hér á landi er hennar að- eins getið í Hóladómkirkju fyrir siða- skipti. Þeir, sem hana nota, klœðast svörtum hempum undir henni. Messuserkur er hvítur um öll vest- urlönd og í koptísku kirkjunni, en 1 aursturkirkjunni (orþódoxu) getut hann haft hvaða lit, sem vill. Margt mœlir með þv!, að messu serkur sé aftur upp tekinn, a.m við hlið rykkilínsins. Þessi skýring er gefin á merkingu serksins: „Messuserkur hvítur, hœls' ur og rúmur jarteinir góðlífi flek - laust, er hann (prestur) skyldi ha, til allsendis. Og er þv! serkurinn hvlt ur og hœlsíður, en því er hann rurn| ur, að sá er honum klceðist, við rýmdu hjarta öll hin góðu gjöra og góðlífi fága." Þessi bœn fylgir messuserk: ■Þ'J0 mig, Drottinn, og hreinsa hjarta k. skal verk mitb 376

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.