Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 70
ENN FRÁ SKÁLHOLTSSKÓLA
Þess var getið í síðasta hefti Kirkju-
ritsins, að skólahald vœri um það
bil að hefjast í Skálholti. Fór það
allt eftir áœtlun. Skólinn er til húsa
í sumarbúðaskála á staðnum. Þar
er að vísu ekki allt eftir ströngustu
kröfum, en hiti er nógur síðan hita-
veitan frá Þorlákskver kom til sögu.
Fullskipað er í húsrýmið. Nemendur
eru 16, allir um eða innan við tvít-
ugt, — þar af fjórar stúlkur. Auk
skólastjóra kennir einn fastur kenn-
ari við skólann, Auðunn Bragi Sveins-
son. Ráðskona skólans er frú Svava
Bernharðsdóttir. Fé til skólareksturs
mun Kristnisjóður lána.
Um miðjan ágúst 1784 gengu
jarðskjá Iftar miklir um Suðurland.
Mátti þá heita, að flestöll hús í
Skálholti gjörféllu nema kirkjan. Áð-
ur höfðu húsakynni á staðnum lengi
verið ákaflega bágborin, en atburð-
ur þessi varð til þess, að skólahald
lagðist með öllu af í Skálholti. Eru
því liðin rösklega 188 ár frá því
síðast var skóli þar.
Heyrzt hefur, að einhverjum hafi
þótt helzt til lítil viðhöfn, er skólinn
var settur nú I haust. Þeim, sem
að standa, mun þykja nóg talað
af stórum orðum að sinni. Þeim
mun þykja tími kominn til athafna.
Hinum, sem sakna skálarœðna og
glasaglaums af þessu tilefni, skal
á það bent, að Skálholtsskóli hinn
fyrri leið undir lok sakir örbirgðar
og úrrœðaleysis. Hið sama kynni að
verða hlutskipti hins nýja skóla, ef
hann á að nœrast og alast við orð
og yfirlýsingar. Hljóti stofnunin ekki
umhyggju og stuðning kristinna
manna í landinu, verður hún ekki
kristinn skóli. Og annars konar skóli
á ekki heima í Skálholti.
FRÁ SAMBANDI ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Innlend, lúthersk kirkja, Mekane
Jesús kirkjan, tók við öllum eignom
lútherskra kristniboðsfélaqa í Eþi'
, , 3 / Aí-iI
opiu I byrjun þessa árs, þar á meoa
voru eignir Sambands íslenzkra
kristniboðsfélaga í Konsó. Jafnframt
tók Mekane Jesús kirkjan þá vir*
yfirstjórn kristniboðsstarfsins I þe,m
héröðum, sem um rœðir. í fréttabre '
kristniboðssambandsins, sem út v°r
sent skömmu fyrir kristniboðsdag/
segir svo: „íslenzku kristniboðarmr
leggja áherzlu á, að hin nýja skip
an hafi þegar gefið góða raun °9
samstarfið við eþiópska forustumenn
sé einstaklega gott. Kristniboðarmr
hafa verið beðnir að gegna hM
verki stöðvarstjóra eftir sem áðon
og í reynd fer starfið fram me
svipuðu sniði og fyrr."
356