Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 94
að framan. Áður var fest við hana
hetta, sem lá aftur á baki, en hœgt
var að bregða yfir höfuðið. Síðar
varð hetta þessi að skrautstykki á
bakinu. Kórkápan hefur mjög skreytta
barma. Hún er oft mjög skrautleg
og fer íburður hennar eftir örlœti
gefandans, eins og með fleiri kirkju-
lega muni. Kápu þessa báru auk
munka, prestar og biskupar við há-
tíðlegar athafnir, aðrar en messur,
svo sem skrúðgöngur, tíðasöngva,
vígslur, o.fl. Svo og söngmenn og
klerkar. í lútherskum sið er hún að.
allega borin af biskupum og kallast
því biskupskápa. í seinni tíð hafa þó
einstaka prestar tekið hana upp,
einkum í Ameríku. Um kórkápuna
gildir sama og um önnur helgiklœði,
að nú á tímum fœrist hún aftur nœr
hinni upphaflegu mynd. Kórkápur
voru mjög algengar hér á landi og
fram yfir siðaskipti. Litur kórkápu
fer eftir sömu reglum og litur hökla.
Biretta
Seint á miðöldum, líklega á 14. öld,
tóku prestar upp höfuðfat, sem nefnd-
ist biretta. Ekki virðast þessi höfuð-
föt hafa verið algeng hér.
Mítur
Höfuðbúnaður biskupa kallast mítur
(eða infula). Það kom upp í Róm
á 8. öld og er eina liturgiska fatið,
sem runnið er frá páfanum sjálfum.
Fyrst mun hann tafa notað það ein-
göngu við veraldleg tœkifœri. Síðar
varð það hluti af geistlegum búnaði
hans og notað með kórkápu eða
hökli. Það er ávallt tekið ofan við
bœn; annars eru flóknar reglur um
notkun þess. Framan af notaði þa^
enginn nema páfinn sjáifur, og frarn
á 11. öld heiðraði hann vissa menn
með því að heimila þeim að nota
það. En á 13. öld varð það hM>
af almennum biskupsbúnaði. V'®
siðaskiptin var því haldið í sumarrJ
kirkjum mótmœlenda, en hafnað 1
öðrum. Hér á landi virðast tveir fyrstu
lúthersku biskuparnir í Skálholti haf°
haldið því, en Gísli biskup Jónsson
(1558-1587) hafnaði því. Síðan hefur
kirkja vor fylgt dönskum sið í þesso-
Mítur getur verið í ýmsum lit °9
er ekki háð reglum um liturgiska Iitl-
Bagall
Biskupar báru staf (bakulus pastar'
alis), sem tákn hirðisstarfs síns.
Staf-
ur þessi var 5 til 6 feta langur me'
ð
krók á efri enda, og var hann skreytt'
ur útskurði eða búinn öðru skrauti- ,
Fyrst er vitað um staf þennan a
Spáni á 7. öld. Þaðan mun hann
hafa borizt til írlands og Englan s
og síðan út um alla vestur- og nor
ur-Evrópu. Hann er notaður um a'
rómversku kirkjuna nema í Róm- Fa ,
inn hefur aldrei tekið hann upP-
austurkirkjunni nota biskupar e'nn,'g
staf, en hann er styttri og með hna
eða kross á enda í stað króks. alS
upar sumra mótmœlenda nota einn'9
staf.
Biskupskross |
Á þrettándu öld varð sá siður a
gengur, að biskupar bœru gulI^r0jS|
á brjósti sér, og hékk hann í 9U
keðju, sem var um háls biskups. UpP.
haflega var hann hirzla, sem Qe'/(r' .
helga dóma, helzt flísar úr
380