Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 8
heyrða. Þvl að daglegt brauð er
mikil Guðs gjöf. Velkomin sértu,
mylla."
„Þökk."
Og árin liðu, og prestar komu og
fóru, en söfnuðurinn var samur. Og
sóknin var söm og kirkjan hin sama,
Guðsorðið sama.
Skammt neðan kirkjunnar reis
einnig skóli.
„Og hver ert þú?" sagði kirkjan.
„Skóli er ég reyndar. Margir slík-
ir eru byggðir um gervallt landið.
Ég á að gera menn úr börnum. Með
þekkingu."
„Guðhrœdda menn?"
„Að sjálfsögðu."
„Gott er það. Velkominn vertu,
skóli. Börnin, um þau er nœstum
mest vert af öllu, sem oss er á hend.
ur falið. Láttu þér annt um þau.
Kenndu þeim að byrja daginn á
morgunsöng og bœn til Föður vors
og gerðu þau að upplýstum, vitrum
og þrautgóðum mönnum, þá verður
þú mér til mestu hjálpar, skóli."
„Þökk."
Og árin liðu. Og prestar fóru og
komu. Sóknin var söm, þótt sjá mœtti
breytingar. Nú gengu bœndur beinni,
börnin betur til fara, og sálmasöng-
urinn í kirkjunni varð hreinni, mönn-
um varð betur til vina. En kirkjan
var söm. Dag nokkurn var svo sam-
komuhús reist.
„Hver ert þú?" spurði kirkjan.
„A, veiztu það ekki? Ég er sam-
komuhús. Þau eru mörg byggð um
gervallf landið."
„Og hvað er þér á höndum?"
„Hvað, já—, í mér œtla þeir að
iðka leikfimi — t.d."
„Nú, — já, — gott er nú það.
Hvað fleira?"
„Já, svo — svo geta þeir einnig
haldið fundi og flutt erindi í mér
— sérðu."
„Erindi?"
„Já, svona — rœður — sum sé.
„Þœr fá þeir nú hjá mér."
„Já, — en •—- það er ekki nóg
— sérðu."
„Nú, — þannig — já, — ég —
dugi þeim ekki lengur."
„Nei, — við verðum að fá að
gera eitthvað dálítið meira en ganga
í kirkju einungis."
„Hvað þá?"
„Já, þeir ungu t.d., — þeir þurfo
að skemmta sér dálítið, — fá svona
smá — dansleik, — er ekki svo?
„Þeir ungu að skemmta sér? Þeif
hafa nú skemmt sér undanfarin 500
ár, — þótt þú vœrir ekki."
„Já, reyndar, jú, — á heimilunum-
En-----------."
„Nú, heimilin duga kannski ekkí
heldur?"
„Jú, jú, — þ.e.a.s. tlmarnir breyt'
ast nú. O.s.frv."
„Þú ert mér hálfgerð ráðgáta, þ°
— samkomuhús. Það er líkast þvl'
að þú sért að dylja mig einhvers,
sem þú vilt ekki við gangast. Surnt
af þvi, sem þú segir, er nógu gott'
en sumt veldur mér sannarlega tals
verðum áhyggjum. Ég get ekki boð
ið þig velkomið, fyrr en ég se,
hvers þú dugar."
„Ekki það? Það hefur reyndar eng-
inn beðið þig að bjóða oss velkom-
in. Það er ekki frekar þitt en v°'
hinna að bjóða einhvern velkomin°;
Þú gleymir víst, að nú heitir e 1
294