Kirkjuritið - 01.12.1972, Blaðsíða 61
Það eru hörð örlög, sjeð írá vor-
Urn mannlega sjónarhóli, að vera
kippt brott frá þýðingarmiklu starfi,
°9 búa síðan meira en þrjá áratugi
v'ð heilsuleysi, unz lœknirinn allra
^eina kallar öldunginn á nírœðis-
a'dri til hinnar miklu endurnýjunar.
tvennt var það, sem átti mestan
báttinn í að styðja hann og styrkja.
^nnað var hjálp hinnar mikilhœfu
°9 andlega styrku konu, frú Sigríð-
ar Björnsdóttur, sem ásamt börnum
þeirra hjóna og skylduliði þeirra
9erðu honum hverja líðandi stund
sy° góða, sem unnt var. Hitt var
Su lífsskoðun og trú, sem hann hafði
hleinkað sér, bœði út frá lœrdómi
Slnum, íhugun og reynzlu. í bókinni
"^Efiár", sem hann ritar eftir að hafa
verið veikur maður árum saman, ger-
'r hann grein fyrir skoðun sinni á
eiminum og mannlífinu í þrem köfl-
Urrj/ er nefnast „Musteri vísindanna",
"Lífsskoðun mín" og „Brautin". Þess-
Jr ^aflar bera höfundinum vitni sem
Cerðum og fjölvísum menntamanni,
Sern hefir kynnt sjer skoðanir og
1 Urstöður sumra merkustu vísinda-
^anna og heimspekinga, er á vorri
°ð hafa fjallað um sál og líkama,
arjda og efni. Hvort sem lesandinn
~I Sr a niðurstöður hans í einu eða
u, skiftir ekki meginmáli, heldur
hitt, að hjer kemur höfundurinn fram
sem sannur fulltrúi þeirra mennta-
manna, sem þrá að finna samrœmi
og samband milli hins efnislega og
andlega í tilverunni, raunvísinda og
trúarlífs. Dr. Eiríkur hefir mikla trú
bœði á raunvísindum aldarinnar og
hugvísindum Austurlanda, en niður-
staða hans er að lokum þessi:
„Hreinrœktaður bœnamaður, hin
fagra biðjandi sál, getur gengið ör-
uggur gegn ástríðuher, gegn örðug-
leikum og vandamálum. En menn
láta ekki erfiðleikana hasla völlinn.
Menn mœta ekki til hólmgöngu á
þeim feldi. Hinn hreini og einlœgi
bœnarandi og hin brjóstvitra íhugun
og hugleiðing hasla völlinn og á
þeim vettvangi verða erfiðleikarnir
að lúta í lœgra haldi. Andstreymið
og vandkvœðin hverfa sem hjela eða
hrím í sólskini hins œðsta kœrleika
og lunderni drottins, Jesú Krists,
verður ríkjandi einkenni skapgerðar-
innar."
Hjer lœt ég staðar numið. Línur
þessar eru ritaðar í þakklátri minn-
ingu manns, sem átti allt í senn,
raunvísindalega hugsun og spá-
mannlegan eldmóð, heimspekilega
ígrundun og barnslegt guðstraust.
-—■ Jakob Jónsson.
347