Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 26
nokkurn tíma settist á biskups-
stól. Ég er því engan veginn
viss um, aS Danakonungar
heföu nokkurn tíma hleypt
dönskum guöfræöingum inn í
prestsembættin á íslandi, þó aö
þau heföu verið mun tekju-
hærri og því girnilegri í aug-
um ungra danskra prestsefna.
Konungarnir voru allir einfald-
ir og samvizkusamir í rétttrún-
aöi sínum, og því héldu þeir
verndarhendi yfir þjóðlegu
sjálfstæöi íslenzku kirkjunnar.
II.
EFTIR siöiskiptin komst
1 fyrst á fast og reglulegt
skólahald hér á landi og hefir
ísland aldrei veriö meö öllu
skólalaut síðan. Gizur hiskup
Einarsson haföi þaö stórræöi og
snjallræðiíhug,að stofna latínu-
skóla í Viðey og á Helgafelli, en
barnaskóla á hinum þrem
klaustrunum í biskupsdæminu,
í Kirkjubæ, Þykkvabæ og
á Skriðu. Tókst honum aö fá
samþykki konungs til þessa, en
þó fór svo, að ekkert varð úr
þessari fögru fyrirætlun. Kon-
ungsvaldið brást gersamlega,
þegar á átti að heröa og hafði
klaustrin að féþúfu i stað þess
að reisa menntastofnanir á
þeim. Hins vegar var biskupum
skipað að halda skóla, hvorum
á sínu biskupssetri, og verja fé
af eignum stólanna til skóla-
haldsins.
Þess þarf vart að geta, að í
168
Skálholti óg á Hólum var la-
tínan höfuðnámsgrein, sem allt
annað varð að þoka fyrir. í
kirkjutilskipun Kristjáns III.
er mælt svo fyrir, að eigi megi
tala annað en latínu í skólunum
„því að latínuskólar skemmast
hæglega við hina þýzku og
dönsku skóla"1). Jafnvel grísku
og hebresku var gert mjög lágt
undir höfði. Þó mátti skóla-
meistari kenna þeirn, sem í
efsta bekk voru komnir og full-
harðnaðir í latínunni „nokkuð
það, sem þénar til undirstöðu í
grísku túngumáli. En þó svo,
að af þessu verði engin tálman
né forsóman á latínumálinu, því
þeirra meining er röng og ólíð-
anleg, sem vilja að skólabörnin
skuli læra grísku og hebresku,
fyr en þau hafa vel iðkað sig
í latínunni."
Því má nærri geta, að í slík-
um skólum leyfðist ekki að
móðurmálinu væri helguð ein
einasta kennslustund sérstak-
lega. Á Hólum og í Skálholti
fór aldrei frarn nein sérstök
kennsla í íslenzku, en auövitað
hafa góðir kennarar oft leiðrétt
þýðingar lærisveina sinna úr
latinu og á þann hátt gefið
þeim margar nýtilegar bending-
ar. Þess er vert að geta í þessu
sambandi, að í skólareglugerð
hins merkilega manns, Ludvigs
Harboes, er gert ráð fyrir því,
i) þ. e.: þar sem kennt er á þýzku
og dönsku.
JÖRÐ