Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 140
Barizt í lofti
Frh. frá bls. 211.
KLUKKAN 9, aö morgni fyrsta dags undankomunnar frá
Dunkerque, vorum viö sendir þangaö tólf sairian. Viö und-
um okkur upp í 20000 feta hæö og stefndum út á Noröursjó. Nú
átti loks eitthvaö að gerast. Ég kunni ekki almennilega við hreyf-
ilinn — þaö er ekki svona að vera í einhreyfilsvél yfir rúmsjó;
á meðan maður er litt vanur hljóðbreytingunni yfir sjónum, er
ekki laust við, að hún órói mann. — Við héldum auðvitað hóp-
inn og höfðum lokað fyrir útvarpinu.* Að fáeinum mínútum
liðnum sáum við reykjarmekkina upp af Dunkerque. Öll ströndin
frá Calais var einn reykjarbólstur tilsýndar. Við fórum þvert yfir
borgina, en urðum einskis varir og ákváðum að lækka flugið.
Vorum við að skima í kringum okkur i 4000 feta hæð, þegar við
sáum þýzka fylkingu með um 60 flugum — 20 sprengjuvélar
og 40 orustuvélar — svo sem 15000 fet yfir sjávarmál — og for-
mæltum nú hæðinni, sem við höfðum fleygt frá okkur. Það stóð
ekki á því, að Messerschmittarnir steyptu sér organdi yfir okkur
og allt fór í eina bendu. Eins og vant er, urðu aðallega úr þessu
einvígi. Það var svo sem i 10000 feta hæð, að ég rankaði við mér
viÖ stéli'Ö á fyrsta þjóÖverjanum mínum. Flest tæki vélarinnar voru
orðin trufluð af hinum gasalegu sveiflum; spegillinn lá á grúfu
og sýndi mér ýmsar áletranir í stað óvinar míns og umhverfis. —
Messerschmittinn steypti sér niður, en ég sleppi honum ekki.
Þarna lenti miðið á honum. Þegar því er einu sinni náð, er ekki
svo mikill vandi að halda því, Ég studdi þumlinum á hnappinn
tvisvar. Púðurlyktina lagði fyrir vitin á mér, eftir þessar smá-
gusur úr báðum vélbyssum rnínum, sem spúa hvor 1200 skotum
á mínútu. Ég sá svolitla blossa, er skotin hittu, og flugmanninn
stinga út höfðinu og gá, hver færi svo ófriðlega að honum. En
hann bjó ekki lengi að þeirri vitneskju, því um leið gaus upp
eldur og flugan hrapaði niður og stóð upp af henni svartur
mökkur. — Ég leit nú í kringum mig, en sá engan. Ég var þá
kominn eina 80 lcílómetra inn yfir landið og uppgötvaði mér til
hrellingar, að ég hafði aðeins nægilega olíu, til að komast beina
leið heim, tafarlaust. Áflog i loftí svelgja olíuna upp fyr en varir-
Mér þótti gaman að þessum fyrsta bardaga mínum, meðan á
honum stóð, en eftir á óaði mér. —. Á leiðinni yfir Norðursjóinn
1) Viðtæki flugvélanna eru gerð fyrir samtal. Ritstj.
282
JÖRÐ