Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 73
Eyvirkið
kalla Bretar orðið hið mikla
cyland sitt. Mun það og nií orð
að sönnu. Myndin af bjargimi
sýnir, hvernig náttúran sjálf
hefir lagt undirstöðuna að
þeirri víggirðingu. Landtaka cr
fœr á liðlcga þrjú hundruð
kílóm. af allri strandlengjunni.
de Gaulle, foringja „hinna frjálsu Frakka“, mun skipta tugum þús-
unda; auk þess hefir hann þó nokkuð af herskipum til umrá'ða,
en fleiri frönsk herskip í brezkum höfnum verða ekki notuð að
svo stöddu; hinar frakknesku áhafnir munu yfirleitt tregar, til að
berjast áfram með sínum gömlu bandamönnum. Bretar telja sér
tnest lið að bandalaginu við Hollendinga — vegna nýlendnanna.
VI. Bollaleggingar
D RETAR halda því fram, að Frakkland hafi beðið ósigur vegna
■*—1* tiltölulega almennrar spillingar og sérdrœgni meðal ráðandi
nianna og stétta. Sjálfsagt er mikið hæft í þvi. Þeir segja, að um
þær mundir, sem Frakkar (og þeir sjálfir) „átu ofan i sig“ skuld-
bindingar sínar gagnvart Tjekkó-Slóvakíu, hafi Þjóðverjar varið
nnt 50 milljónum króna, til að smyrja kverkarnar á áhrifamönn-
um í París. — Annars var alltaf, sem kunnugt er, allverulegur
hluti frönsku þjóðarinnar þeirrar skoðunar, að innanlands vœri
hœttulegri óvinur, en Þjóðverjar, og hafði því engan áhuga á styrj-
°ldinni. Um þetta munu auðvaldið og Kommúnistaflokkurinn hafa
verið nokkurn veginn sammála. Einhvern síðustu daga viðnáms
b'rakka sagði Laval, aðalmaður frönsku Bordeaux-Vichy-stjórnar-
mnar, við hinn fræga ameríska blaðamann, H. R. Knickerbocker:
Jörb 215