Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 38
þeirra hafa auðgaö þaö mjög aö
orðaforöa, aörir hafa tamiö
þaö, liðkað og mýkt, svo aö nú
er þaö orðið míklu fullkomnara
verkfæri mannlegra hugsana,
en þaö hefir nokkru sinni áöur
verið. En þaö tjáir lítið,
bótt verkfæriö sé til, ef
Deir, sem mest þurfa á því aö
ralda, t. d. blaðamenn og út-
rarpsþýöendur, kunna alls eigi
meö þaö aö fara. Mér viröist
þetta tvennt hafa farið saman
á síöustu áratugum: samtímis
því, sem einstaka rithöfundar
hafa fágaö og fullkomnað rit-
máliö svo, aö uríun er aö, hafa
aðrir — einmitt þeir, sem flesta
lesendur hafa — leitt þaö svo
djúpt niður á hrakstigu and-
legrar örbirgöar og ómenning-
ar, aö slíks eru nálega engin
dæmi síöan ritöld hófst. Á 17.
og 18. öld átti íslenzkan að vísu
við kröpp kjör að búa, en þó var
hún sjaldnast þá svo greylega
til fara sem stundum á vorum
tímum.
Meö þessum oröum á ég eink-
um við nokkra blaöamenn og
starfsmenn við útvarpiö. Að
vísu eru ýmsar bækur, sem út
hafa komið hin síðustu ár, auð-
ugar aö allskonar ófagnaði:
málleysum, smekkleysum og
margvíslegum klaufadómi. En
sóðaskapurinn í sumum dálkum
blaðanna og sumum fréttum út-
varpsins tekur þó út yfir. Það
var upphaflega ætlun min, aö
taka upp í þessa grein nokkur
180
hin afkáralegustu málspjöll
blaöa og útvarps.1) En ég gafst
upp, náman var auðugri en svo,
að ég gæti nytjað hana á stuttri
stund. En nokkur dæmi skal ég
þó nefna. Rithöfundar þessir
misskilja oftsinnis gamla ís-
lenzka málshætti. Dæmi: að
knésetja e-n halda þeir aö sé
sama sem að koma e-m á kné;
að hamra naglann á höfuðið á
að vera sama sem að hitta nagl-
ann á höfuðið. Elinsvegar
veita þeir dönskum máltækj-
um i stríðum straumum
inn í islenzkuna: Þegar allt
kemur til alls, eins og nú standa
sakir o. s. frv. Útvarpið lítur
orðið yfirstandandi alveg sér-
stöku ástarauga: á yfirstand-
andi ári, í yfirstandandi viku, í
yfirstandandi styrjöld (= á
þessu ári, í þessari viku, í þess-
ari styrjöld). „Næsta morgun“
er á útvarpsmáli að afstaðinni
nóttinni. Stundum rekst maður
á orð og orötæki, sem enginn
munnur hefir mælt né eyra
heyrt: Margir sjálfboðaliðar
buöu sig fram á Italíu í gær og
voru nöfn þeirra tekin niður
(= skrásett). Eitt sinn var þess
getið, aö þeir Churchill og Eden
væru mjög „óttaðir" í Mið- og
Suður-Evrópu. — Ég gæti
margfaldað þessi dæmi, en þess
gerist ekki þörf. Allir heilvita
1) Þess skal getið, aÖ þá er ég
tala um útvarp í þessari ritgerð á ég
eingöngu við erlendar fréttir útvarps-
ins, því að á þær lilusta ég daglega.
JÖRD