Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 116
venjurn, atvinnuleysi, og svo út
af þvi pólitísk borgarastyrjöld
— eins og vér nú höfum nóg af.
Nei, látum konuna vera konu
og karlmanninn karlmann og
búum þau bæöi hyggilega undir
lífsstarf sitt. Þaö er bezt, aö
hver og einn stundi nám með
það fyrir augum, sem honum
hentar bezt og er eðlilegast.
AÐ er nú ekki nóg með
þaö, að illa sé séð fyrir
sérmenntun konunnar yfirleitt,
heldur er menntun karlmanns-
ins líka að mörgu leyti léttvæg.
Þeir stunda skólanám í ýmsum
greinum með það fyrir augum
að verða læknar, prestar, lög-
fræðingar, kennarar, verzlunar-
rnenn, skipstjórar eða hand-
verksmenn, og svo framvegis.
En þeir þyrftu að ganga í skóla
til þess aö læra fyrst og fremst
að verða góðir heimilisfeður,
góöir eiginmenn og feður, —
menn, sem hægt er að treysta
til þess að sjá vel fyrir heimili
og bjargast sæmilega. — Auð-
vitað má hér til svara því, að
allar námsgreinar, er karlmenn
leggja stund á í hinum almennu
menntastofnunum, miði að þvi,
að menn komizt áfram og
bjargist sæmilega. Þetta er að
vísu satt, en hitt er þó hörmu-
lega algengt, að menn með
þekkingu, kunnáttu og hæfi-
leika bregðast skyldu sinni sem
heimilisfeður, embættismenn og
í hvaða stöðu sem er, vegna
258
þess, meðal annars, að uppeld-
ið og sérmenntun karlmannsins
leggur ekki fyrst og fremst
áherzlu á undirstöðu alls hins,
en það er drengskapurinn,
trúmennskan, viljaþrekið og
siðgæðið. Sá karlmaður hefir
ekki tileinkað sér sanna og
fagra mennt, sem ekki reynist
góður drengur og sannur mað-
ur i hvívetna. Hann verður að
heita ómenni og ómenntaður
maður, ef hann reynizt illa og
er landeyða, þótt hann hafi til-
einkað sér allmikinn fróðleik.
Hin nauðsynlega og sjálfsagTSa-
undirstaða að sérmenntun karl-
mannsins er hið haldgóða upp-
eldi, sem gerir hann að karl-
menni og þrekmanni andlega
og líkamlega, því einmitt hann
á að lyfta hinum þungu tök-
um.
Karlmaðurinn þarf að fá a
unga aldri þá sérstöku mennt-
un, er kenni honum að virða
sjálfan sig, tigna lífið, temja sér
fallega siði, ganga fallega, tala
prúðmannlega, klæða sig snyrti-
lega, eftir föngum, og koma
hvarvetna fram sem andlega
þroskaður maður. Hann þarf að
fá góða fræðslu um ástalíf, kyn'
ferðislíf og hjúskap og kunna
að velja sér konu skynsamlegar
elska hana og annast og sja
fyrir heimilinu, stjórna því °S
aga börn sín skynsamlega, og
ala þau upp samkvæmt þeirri
beztu þekkingu, sem samtíma
menning ræður yfir.
jöbð