Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 52
þjó'ðar sinnar i andlegum efn-
um, en hitt er annað mál, hvort
þjóðarstolt okkar er þrátt fyrir
það jafn haldgott og vænta
mætti. Ef svo væri, myndum
við tæplega vera jafn kotungs-
lega uppnæmir fyrir því, sem
um okkur er sagt annarsstaðar
á hnettinum. Eg get tæplega
trúað því t.. d. að brezka heims-
veldið kæmist, jafnvel á friðar-
tímum, í uppnám út af því, þó
Vivax eða einhver annar ágæt-
ur blaðamaður léti þess getið á
prenti, að Bretar væru sið-
menntuð og kristin þjóð og
kynni algenga mannasiði, en
við erum hinsvegar ekki lengra
komin en það, að ef útlendur
ferðalangur lætur hafa það eftir
sér i viðtali, að íslendingar séu
læsir og skrifandi, þá er Axel
Thorsteinson jafnóðum hlaup-
in með það í „Vísi“, og maður-
inn, sem ummælin eru höfð eft-
ir, er samstundis heimfærður
undir þá sérstöku manntegund,
sem við köllum ,,íslandsvini“.
Margt fleira bendir til þess,
að gáfnastolt okkar sé mest á
yfirborðinu. Ef það væri ekki
svo, myndi t. d. blöðum vorum
tæplegast haldast uppi, að vera
jafn ógáfuleg eins og þeim er
eiginlegt. Það eru furðu litlar
ýkjur þó sagt sé, að manni gef-
ist daglega kostur á að lesa
Idaðagreinar, sem er þann veg
farið að hugsun og orðfæri, að
það er ekki okkur einum til
skammar, heldur mannkyninu
194
öllu til háðungar. Þá virðist
heldur ekki alltaf vera tekið
mikið tillit til gáfnafars manna,
þegar valið er í opinberar stöð-
ur, enda eru litlar reglur fyrir
því, hverskonar menn komast
áfram í okkar þjóðfélagi. Um
slíkt ber þó varla að sakast, því
þegar öllu er á botninn hvolft,
þá bendir þetta aðeins til þeirr-
ar staðreyndar, að það eru ýms-
ir fleiri eiginleikar en þeir,
sem væntanlega er átt við með
orðinu gáfur, sem skera úr
um hæfni einstaklinganna til
að komast áfram eða jafnvel til
þess að verða nýtir meðlimir
þjóðfélagsins. Þar með erum við
loks komin að þeirri niður-
stöðu, að „gáfur“ séu yfirleitt
ofmetnar, og úr því svo er kom-
ið, er ástæða til að taka spurn-
ingunni um gáfnafar okkar með
jafnaðargeði. Hitt geta allir
væntanlega orðið sammála um,
að skynsamlegt sé að taka undir
með Shakespeare og biðja:
Well, God give them wis-
dom, that have it; and those
that are fools, let them use their
talents!
Tómas Guðmundsson.
Álit Halldórs Jónassonar
aðstoðarmanns á Hagstofunni
AHAFNARÁRUNUM var
ég einu sinni ásamt
nokkrum öðrum stúdentum, sem
allir voru danskir, i eins konar
samtalstíma hjá próf. Alfred
Lehmann. Beinir þá einn stú-
JÖBD