Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 28
Sveinbjarnar. Bókmenntaafrek
hans voru aö vísu miklu minni
en Sveinbjarnar, en þó var hann
hinn lærðasti maöur bæöi á
fornmálin og á íslenzk fræði.
Og hann virðist hafa verið
mestur skólamaður allra þeirra,
er störfuðu við Bessastaða-
skóla — strangur, en réttlátur
og raungóður, vandlætingasam-
ur um alla hluti og.ekki sízt um
móðurmál sitt. Þeir, sem hafa
notið kennslu Jóns rektors Þor-
kelssonar, eru vitnisbærir um,
hve vel lærðum og áhugasöm-
um kennurum getur tekizt að
kenna tvennt í einu, útlent mál
og íslenzkt.
E' G hefi drepið á þessi fáu at-
J riði, er að framan greinir,
aðeins til þess að sýna, að ís-
lenzkan hefir lifað, þrátt fyrir
það, að skólarnir hafa lengst af
sýnt henni litla hirðu, og þrátt
fyrir það, að kirkjumálið var
oft og tíðum rnjög svo meinum
blandið. Þó hlýtur Vídalíns-
postilla að hafa bætt mjög úr
skák í því efni, eítir að hún
kom út snemrna á 18. öld. Hún
var síðan höfð sem húslestrar-
bók á nálega hverju heimili
landsins í rúmlega hundrað ár
og raunar miklu lengur á sum-
urn heimilum. Það er ekki
vandaverk að benda á mállýtin,
er flekka hið mikla verk meist-
ara Jóns, enda hefði annað ver-
ið nálega óhugsandi á þeim
tírnum, sent ræðurnar voru
170
samdar. Hitt duldist aldrei al-
menningi, að stíll meistarans
var óvenjulega stórbrotinn,
auðugur og íslenzkari en allt
annað, sem þá var ritað og kom
fyrir almennings sjónir. Það
var altítt, að menn kunnu langa
kafla úr Vídalínspostillu utan
að, enda mótaði hún niálfar
ýmsra einstakra manna langt
fram á 19. öld. Kring um
siðaskiptin verða og „forord-
ningarnar" frá Kaupmannahöfn
fleiri og fleiri og tekur þá laga-
rnálið að spillast óskaplega. Þá
þarf eigi að geta þess, hvílíkur
voði tungunni stóð af einokun-
ar-kaupmönnum og liði þeirra.
Svo kvað Eggert Ólafsson:
Herrar þeir, sem hér við land,
höndla.um fisk og sokkaband,
hafa innsigt i hofvesen,
haldnir kongsins vildarmenn,
kompliment og kléna tungu
kenna igjen.
En þrátt fyrir allt þetta héldu
þó íslendingar fast við tungu
sína og bókmenntir. Um land
allt lásu menn íslenzkar forn-
sögur, riddarasögur og rímur
eftir því, sem þeir gátu hönd-
um undir komizt. Menn lærðu
að vísu nokkuð í latneskri
versagerð i skólunum, og urðu
sumir íslendingar hin sæmileg-
ustu latinuskáld, en hitt var þó
andlegum högum þjóðarinnar
öllu uotadrýgra, að úti um all-
ar sveitir landsins sátu skáld,
jönn