Jörð - 01.09.1940, Side 28

Jörð - 01.09.1940, Side 28
Sveinbjarnar. Bókmenntaafrek hans voru aö vísu miklu minni en Sveinbjarnar, en þó var hann hinn lærðasti maöur bæöi á fornmálin og á íslenzk fræði. Og hann virðist hafa verið mestur skólamaður allra þeirra, er störfuðu við Bessastaða- skóla — strangur, en réttlátur og raungóður, vandlætingasam- ur um alla hluti og.ekki sízt um móðurmál sitt. Þeir, sem hafa notið kennslu Jóns rektors Þor- kelssonar, eru vitnisbærir um, hve vel lærðum og áhugasöm- um kennurum getur tekizt að kenna tvennt í einu, útlent mál og íslenzkt. E' G hefi drepið á þessi fáu at- J riði, er að framan greinir, aðeins til þess að sýna, að ís- lenzkan hefir lifað, þrátt fyrir það, að skólarnir hafa lengst af sýnt henni litla hirðu, og þrátt fyrir það, að kirkjumálið var oft og tíðum rnjög svo meinum blandið. Þó hlýtur Vídalíns- postilla að hafa bætt mjög úr skák í því efni, eítir að hún kom út snemrna á 18. öld. Hún var síðan höfð sem húslestrar- bók á nálega hverju heimili landsins í rúmlega hundrað ár og raunar miklu lengur á sum- urn heimilum. Það er ekki vandaverk að benda á mállýtin, er flekka hið mikla verk meist- ara Jóns, enda hefði annað ver- ið nálega óhugsandi á þeim tírnum, sent ræðurnar voru 170 samdar. Hitt duldist aldrei al- menningi, að stíll meistarans var óvenjulega stórbrotinn, auðugur og íslenzkari en allt annað, sem þá var ritað og kom fyrir almennings sjónir. Það var altítt, að menn kunnu langa kafla úr Vídalínspostillu utan að, enda mótaði hún niálfar ýmsra einstakra manna langt fram á 19. öld. Kring um siðaskiptin verða og „forord- ningarnar" frá Kaupmannahöfn fleiri og fleiri og tekur þá laga- rnálið að spillast óskaplega. Þá þarf eigi að geta þess, hvílíkur voði tungunni stóð af einokun- ar-kaupmönnum og liði þeirra. Svo kvað Eggert Ólafsson: Herrar þeir, sem hér við land, höndla.um fisk og sokkaband, hafa innsigt i hofvesen, haldnir kongsins vildarmenn, kompliment og kléna tungu kenna igjen. En þrátt fyrir allt þetta héldu þó íslendingar fast við tungu sína og bókmenntir. Um land allt lásu menn íslenzkar forn- sögur, riddarasögur og rímur eftir því, sem þeir gátu hönd- um undir komizt. Menn lærðu að vísu nokkuð í latneskri versagerð i skólunum, og urðu sumir íslendingar hin sæmileg- ustu latinuskáld, en hitt var þó andlegum högum þjóðarinnar öllu uotadrýgra, að úti um all- ar sveitir landsins sátu skáld, jönn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.