Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 91
Þá lieyrði ég hláturinn henn-
ar; hún tók hendur sínar brott
og sagði: — „Horfðu í augun
á ínér, bölsýnismaður!“
Ég hlýddi henni; við horfð-
umst í augu lengi. Og þá heyrði
ég í fyrsta sinn tóna hins
gleymda heims, sem hún var
frá; þá fann ég í fyrsta skifti
gleðina sjálfa, gleði, sem ekk-
ert jaröneskt lijarta fær afborið.
Eg snéri mér undan og gekk
burtu, eins og svefngengill. —
Hlátu rinn hennar ómaði á eftir
mér, glaður, tær, eins og ár-
straumur í morgunsól og vindi.
— Frá þeim degi var ég nýr
niaður.
En ég segi svo ruglingslega
frá þessu og sleppi svo mörgu
úr. Ég hefi ekki minnst á kvöld-
göngur okkar, í tunglskini, á
ströndinni auðu, fögru. Við vor-
um lika á ferli í sól og hafgolu,
þegar hárið hennar feyktist og
glitraði eins og endurskin gulls.
Við leiddumst um langar fjör-
ur úr ljósgulum skeljasandi, þar
sem lækir og elíur runnu út í
hafið. — Og einn bjartan morg-
un kyssti hún mig í fyrsta sinn
°g sagði: „Ég sá þig i draumi
fyrir mörgum árum. Ég hef allt-
af verið stúlkan þín.“
Hver getur lýst hamingjunni
í orðum ? Er hægt að lýsa gleði
guðsrikis á nokkru tungumáli
jarðar? — Þrá vorri eftir maka,
þorsta blóðs vors, sem er í ætt
v'ð moldina og sólarljósið, frá
því er hægt að segja. Vér þrá-
Jörð
um ástúð konu, huggun faðms-
hennar, sem gefur likama vor-
um frið; — orð eru til yfir það.
— En sameining tveggja sálna,
fullkomnunin handan við allan
skilning — er þögn, tilbeiðsla
og þögn.
Þegar ég hugsa um sumarið
1915, þá er eins og líf mitt fram
að því hafi verið draumkennd
bernska, full af tilgangslausum
ærslum. Mér er sem ég hafi
vaknað til lít'sins þann dag, er
ég sá Örmu Ley fyrst. En til
íullrar meðvitundar um veru-
leikann kom ég þann 14. sept-
ember, er lik hennar var borið
heim frá ströndinni. Þann 14-
september — og nóttina eftir,
þessa myrku nótt, þegar tíminn
hætti að liða. þegar mér skildist
til fulls, hvaða örlög biðu mín á
jörðunni: tugir endalausra ára
án Örmu Ley!
En áður en það skeði, áttum
við kvöld eitt saman, kvöld
fullkomnunarinnar, þegar sæl-
an sjálf gekk við hlið mér og
mér var veitt að gleyma öllu
nema henni.
Það var 13. september, björt
og blásvöl ótta, eftir heitan
dag. Svipur jöklanna var hreinn
og strangur, eins og ásjónur
heilagra, lyftar mót himni ó-
endanleikans, — hinini, sem var
glitaður legíónum stjarna. f
blámyrkum spegli hafsins skinu
einnig stjörnuherir. Og hugur
minn var í algjöru samræmi við
tigna mildi náttúrunnar; ég var
23a