Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 125
Eru íslendingar
gáfaðasta þjóð í heimi?
Frh. frá bls. 196.
Álit Ragnars Jóhannessonar
erindreka
KITT með alla skynsemi,
en gáfur eru gull“, sagði
karlinn. Reyndar er það ekki
alveg ljóst, hvað fyrir honum
hefir vakaS, en þó er það sjálf-
sagt þetta, sem oftast hefir ver-
ið ofarlega í íslendingum: a'ð
gáfur séu eitthvað guðlegt og
dularfullt, sem steypist eins og
hellidemba af himnum ofan nið-
ur yfir drottins útvöldu. Minna
er lagt upp úr skýrri hugsun og
hagnýtri skynsemi.
Annars held ég, að við, nú-
tíma Islendingar, séum hvorki
gáfaðri né heimskari en aðrar
þjóðir. Hitt er annað mál, að
það hefir e. t. v. verið okkur
nokkur nauðsyn, að telja okkur
trú um það. Þetta er okkar
heimsveldisstefna. Við erum
flestum þjóðum smærri; öldum
saman höfum við búið við er-
lenda kúgun, búið við plágur,
soltið heilu og hálfu hungri. Af
veraldlegum auði og völdum
gátum við ekki stært okkur. En
á andlega sviðinu höfðum við
olnbogarúm, og það notaði
þjóðin sér til hins ýtrasta. Á
undanförnu viðreisnartímabili
var þeirri skoðun tekið fegins
hendi, að við værum gáfaðasta
þjóð heimskringlunnar. En við
megum gæta þess, að hanga
JÖRÐ
ekki of lengi í þesari kenningu,
svo að hún verði ekki dragbít-
ur á menningu okkar. Eg er
ekki að gera lítið úr andlegum
afköstum þjóðarinnar á liðnum
öldum. Þau sýna tvímælalaust
ódrepandi orku gáfaðrar þjóð-
ar. En það, sem fyrir mér vak-
ir, er, þetta: Stenzt samtíð okk-
ar samanburðinn, þegar litið er
á andleg afköst hennar og kjör-
in, sem þau skapast við, og hins
vegar andleg afköst liðinna alda
íslandssögunnar og kjörin, sem
þau sköpuðust við ? Komumst
við ekki að þeirri niðurstöðu,
eftir þann samanburð, að kenn-
ingin um, að við séum gáfaðasta
þjóð hnattarins, sé okkur óholl,
ef ekki beinlínis háskaleg?
R. J-
Álit ritstjórans
G ER óánægður með pexið
í Ragnari og Tómasi. Þeir
sjá ekki ljós (sbr. H. K. L. í
,,Höll sumarlandsins"). Við eig-
um að sjá ljós (sbr. sama höf-
und í sömu bók, bls. — ja —
það gerir minna til). Það er
kraftbirting andans, sem allt
veltur á (sbr. „Ljós heimsins“,
„Höll sumarlandsins" o. fl. eft-
ir sama höfund). Og einmitt í
skynjun krafthirtingar andans
erum vér íslendingar lengra á
veg komnir, en aðrar þjóðir.
Þess vegna er ég alveg sanunála
almenningsálitinu: að vér ís-
lendingar séum gáfaðasta þjóð
i heimi-------a. 111. k. í tiltölu
267