Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 156
bakka og spurðu, hvort gamli
Bergþór sé heima?“
C'l UÐMUNDUR, sá er fyr
J var nefndur, sonur Guö-
mundar á Jarölaugsstööum,
varö síöar bóndi á Stangar-
holti í Borgarhreppi. Var hann
líkur föður sínum um margt —
hinn mesti búhöldur og engu
óbeinskeyttari í svörum.
Einu sinni hafði Guðmundur
í Stangarholti fjármann, sem
honum þótti lítið til koma. Guð-
rnundur var spurður um fjár-
manninn, hvernig hann reynd-
ist. Hann svarar: „Og minnstu
ekki á það, karl minn. Hann
getur ekki komið aö kind nema
soðinni“.
Urn bónda einn, sem var
dugnaðarmaður, en þó ætíð fá-
tækur, sagöi Guðmundur eitt
sinn: „Hann er duglegur mað-
ur Halldór, en þó hafa hend-
urnar aldrei haft við munnin-
um“.
Á þessum árum var þaö ekki
ótítt, að farandmenn legöu leið
sína um sveitir, og bæðust gist-
ingar og beina hjá bændum nótt
og nótt í senn.
Guðmundi var lítið um þenn-
an flökkulýð gefið. Eitt sinn, er
hann sá einn þessara nætur-
gesta ganga örna sinna út á
túnið, varð honum að orði:
„Það er nú eina gagnið, karl
minn, sem maður hefir af þess-
um umrenningum, ef þeir skíta
298
á einhverja þúfuna því, sem
þeir sníkja á bæjunum."
Guðmundi var lítið um tó-
baksnotkun og einkum tóbaks-
reykingar í hibýlum sínum. —
Einu sinni var hjá honum næt-
urgestur úr næsta hreppi, sem
var mikill reykingamaður. Er
hann hafði þegið beina, tók hann
upp pípu sína, kveikti í og tók
að svæla. Guðmundur lét sér
fátt um finnast, gengur til
komumanns og segir all-kulda-
lega: „Hefir þú meira tóbak,
karl minn, en þú getur reykt í
þínum eigin hreppi?“
Það var eitt sinn í réttum, að
Guðmundur lenti i orðasennu
við bónda nokkurn, er þótti ær-
ið kaldlyndur á heimili, ekki
síður gagnvart konu sinni en
öðrum. Bóndi þessi vildi ekki
láta hluta sinn fyrir Guðmundi
og ráðleggur honum að hafa
hægt um sig og segir: „Ég get
nú andað köldu líka, ef í þa'ð
fer.“
Guðmundur svarar: „Þú for-
sýnar nú fyrst konu þína og
heimili þitt, karl minn, — nu
en svo ræðurðu, hvað þú gerir
við afganginn."
Síðustu ár æfi sinnar dvaldi
Guðmundur á heimili Sigurðar
bónda á Háhóli Sigurðssonar,
en hann hafði að nokkru leyti
alist upp hjá Guðmundi. Kona
Sigurðar hét Lilja, væn kona og
vel látin. Hún var fremur lág
vexti en þrekin. Guðmundur
undi sér vel hjá þeirn hjónum.
jörð