Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 149
ar á þessum húsum, því aö hjar-
imar á huröunum og dyrakrók-
amir, þeir voru nákvæmlega
eins og þeir væru smíöaöir af
íslenzkum bændum, og það
skýröist fyrir mér, hve lengi
handtökin haldast óbreytt hjá
þjóðunum. Því að meira en þús-
und ár eru síðan forfeður þess-
ara manna, bændanna á íslandi
og bændanna í Svíþjóð, skildu
að skiftum og smiðuðu hvorir
í sínu landi. En þeir halda hand-
tökunum nákvæmlega óbreytt-
um enn í dag.
Við höfum vitað það, að
Svisslendingar ættu glímu, sem
væri lík íslenzku glímunni. En
lög hennar og reglur hafa ekki
legið á lausu, og þegar Glímu-
bókin var samin, 1916, höfðum
viS þær ekki fyrir okkur. Og
svo liðu mörg ár, að við íslend-
ingar urðum litlu fróðari um
þetta. Tíu árum seinna, 1926,
var ég á ferð suður í Sviss, og
ég sá þar á járnbrautarstöðvum
og víðar auglýsingu eina, ekki
um íþróttir, heldur um fataefni,
og það var sérstaklega verið að
auglýsa það, hvað fataefnið
væri sterkt og þyldi vel átök
og slit; það var kennt við
glimu Svisslendinganna og kall-
að „Schwingen". Auglýsingunni
fylgdi mynd. Sú mynd sann-
færði mig alveg um það, að
gflíma Svisslendinga væri sama
gliman og íslenzka glí'man. En
mörg ár liðu enn, áður en ég
gæti fengið sannanir fyrir
JÖRD
þessu, en nú liggja þær fyrir í
glímubók Svisslendinga. Glima
þeirra er í höfuðatriðum eða
frá grundvelli nákvæmlega sama
glíman og íslenzka glíman. Tök-
in eru söm, aÖstaSan hér um bil
söm, brögðin yfirleitt söm og
jafnvel nöfnin sjálf. Ef frá væru
tekin fáein brögö í svissnesku
glímunni (3—4, sem sum hafa
þó líklega fylgt íslenzku glím-
unni fram á okkar dag) og frá
tekin heimild Svisslendingsins til
þess aÖ skipta um tök (sem ís-
lenzkir glímumenn hafa einnig.
gert til okkar daga), þá geta ís-
lenzkur og svissneskur glímu-
maÖur gengiÖ saman til glimu
fyrirvaralaust, nema hvaÖ Sviss-
lendingurinn mundi ef til vill
halda fastar milli bragða og
„bolast“ meir en íslendingur-
inn. tJr íslenzku glímunni þarf
ekkert að taka. Byltureglurnar
eru nær öldungis eins, nokkruj
strangari i íslenzku glímunni.
Það eru likur til þess, að sann-
anir finnist fyrir því, að glím-
an hafi verið til í Noregi i forn-
öld eða snemma á miðöldum.;
ÚLí það fer ég ekki að sinni. |
„Fálkinn", vikublaðið, birti í
vetur leið 5000 ára gamla mynd
austan úr Mesópótamiu, sem
tekur eiginlega af tvímæli um
það, að þá hefir þekst þar
glíma, sem í höfuðatriðum var,
eins og íslenzka glíman, að tök-
um og aðstöðu.
Hvenær hefir nú skilið leiðir
forfeðra íslendinga og forfeðra
291