Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 127
liætti, að fleiri lög hljóma sam-
an í senn, án þess að nokkurs
Æta'öar hlaupi snurða á. Skal nú
sýnt fram á þetta frá enn fleiri
sjónarmiöum.
Ég vék aö því áðan, að jafn-
vel fjármál nytu góðs af réttri
nytjun andans (einkum hinnar
verðmætustu tegundar hans) og
hefir þjóð vor sannað það ein-
mitt á æðsta sviði fjármálanna,
ríkissjóði. Með því að kaupa
þessa tegund andans því verði,
sem tryggir, að hann lendi hjá
þeim einum, er allt vilja leggja
í sölurnar fyrir hann (en þeir
eru vonum fleiri með okkar
þjóð), þá auðga menn ekki að-
eins sinn eigin anda, heldur
sjálfan ríkissjóð jafnvel enn
meir. Og er þetta merkilegt
dæmi um kontrapunktseðli hins
andlega skipulags og þá jafn-
merkilegt dæmi um það, hvern-
ig hvað styður annað (gagn-
stætt samkeppninni!) þar, sem
andinn er að verðleikum, virtur.
Annað dæmi: Þegar íslend-
ingar kaupa sem mestan vín-
anda, efla þeir einmitt bezt
sjóðinn, sem m. a. gefur út þær
bækur, sem (hvað sem inni-
haldi þeirra líður) gætu öðrum
fremur reynst þess megnugar að
kveða niður samkeppnina og
þar með tryggt einhug og ein-
ræði — huh! afsakið — —
e>n... ein... hverja þá hina
andlegustu afstöðu, sem ein
þjóð getur tekið.
Ef frekar þyrfti vitna við um
JÖRD
yíirburði íslenzkra gáfna (sem
ekki þarf), þá myndi ég benda
á hinar stórstígu framfarir
þjóðarinnar á seinni' árum. Til
að sýna sem bezt aragrúa sann-
ananna, held ég mig við eitt og
sama heygarðshornið í þessari
litlu greinargerð: hina merk-
ustu af opinberum ráðstöfunum
þjóðar vorrar til þess að bezta
„merki ' andans sé allt af á boð-
stólum í landi voru. Ég nefni
að eins eitt dæmi um framfar-
irnar:
Það er ekki nema rúm öld
síðan, að hinn alkunni, gáfaði
íslendingur, Jónas Hallgríms-
son, kvað (það var raunar
fyrsta vísan hans) :
„Þetta fjós er furðulangt;
fer það varla ofan í mig,
af því að lífið er svo strangt,
að enginn étur sjálfan sig.“
Nú eru framfarirnar samt
orðnar svo miklar, að íslend-
ingar hafa sannað, að lifa megi
á sjálfum sér. Sönnunin er í
skennnstu máli þessi: Þjóðin
getur ekki staðist sjálfstæð,
nema ríkissjóður hafi nægar
tekjur. Nægar tekjur getur
hann ekki haft, nema hann hafi
einkasölu á verðmætustu tegund
andans. M. ö. o. með þvi að
leggja fram fé til kaupa á þess-
ari tegund, fær þjóðin það fé,
sem hún þarf, til þess að geta
verið til sem sjálfstæð menn-
ingarþjóð og lifir þannig í lík-
ingu sagt á blóðinu úr sjálfri
sér. og hefði verið svarið fyrir
269