Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 94
liuga mér á eftir. — Einu sinni
var þa'ö ætlun mín, aö byggja
dýrölegt musteri, — handa
Örmu Ley. ,
Ströng vinna og einbeiting
hugans haföi létt mér byröina
þessi tvö ár. En eftir dauöa
meistara míns missti ég alla fót-
festu. Ég kastaöi mér út í glaum
veraldarinnar, neitaöi mér ekki
um neitt. Samtímis hélt ég
hljómleika víösvegar. Þeim var
tekið miklu betur en ég átti skil-
ið og ég vann mér marga að-
dáendur. Mér var ljóst, aö þaö
var fas mitt og framkoma,
fremur en list mín, er olli mér
vinsælda. Ég veitti áheyrendum
mínum augnabliks fánýta gleði,
og þeir hrósuöu mér og hylltu
mig í staöinn. Mér veitti ávalt
auövelt að vinna aðdáun um-
hverfis mins.
En enginn glaumur gat til
lengdar þaggað öskur tómleik-
ans i huga mínurn. Líf mitt' var
snautt aö verömætum, ég var
eins og flak á reki, átti engar
hugsjónir, ekkert takmark. —
Og fólkið dáöi mig mest fyrir
mína verstu eiginleika. Ég þótti
skemmtilegur samkvæmismað-
ur, ég gat drukkið þrotlaust, án
þess á mér sæi og mér var sú
gáfa meðfædd, að geta tekið
virkan þátt í samræðum um
ekki neitt! Eirðarleysið brann
eins og eldur í blóði mínu; ég
varð alltaf aö vera á stöðugri
hreyfingu; í sál minni var auðn
og myrkur.
236
Mér var brugðið um óvenju-
lega kvenhylli. Þeir, sem ekki
eru svo lánsamir, að fá þá konu,
sem þeir elska, leita oft svöl-
unar í faðmi margra kvenna.
Arin liðu. Ég öðlaðist frægð
og heiður, og ég safnaði fé. Ég
lifði i glaumnum, hávaðanum, í
glampa kastljósanna. Ég var ó-
endanlega snauður, óendanlega
þreyttur.
Allan þennan tíma dreymdi
mig aldrei Örmu Ley. Ég var
alltaf að vona, að það myndi
verða, þó ég, að vísu, hugsaði
ekki uni hana á sama hátt og áð-
ur. —■ Heili minn var tekinn
að sljóvgast, list mín ekkert
annað en tæknin tóm, glæsileg
tækni, sem orð fór af, ekkert
annað.
VO kom sú stund, er kraft-
k ar mínir voru tæmdir að'
fullu og mér var ómögulegt
að halda þessu áfram lengur.
Það var um kvöld. Ég lagði
mig um stund á rúm mitt.
Á náttborðinu stóð bikar full-
ur af drykk frelsisins. öruggt
og fljótvirkt eitur. Ég hafði
ráðið það við mig. Ég lá
og raulaði síðasta danslagiS,
og bað með sjálfum mér herra
lífs og dauöa afsökunar á til-
tæki mínu: Þú verður að fyr'
irgefa, ef ég svik einhverja köll-
un, sem varla getur verið mik-
ilsvarðandi, og ef ég flý ein-
hverja þjáning, sem mér var
ætluð. En ég get ekki meira-
JÖRO-