Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 137
Hann var Finni
Frh. frá bls. 202.
Múnter varði hann strangar stundir,
stökktur blóði — og fór ekki án hans!
Launin ósmá síðar sá hann:
sverðsorðuna á kuflinn gráan
meðtók hetjan, merkið dýra.
Múnter kvað: „Nú finnst mér týra!“
Sem í þessum svaðilförum
svo hann var til efstu daga,
ótrauð hetja í öllum kjörum,
enda gerðist fleyg hans saga.
Kampar hærðust karls á vörum,
kannski hann styttist enn í svörum,
en við blý og blossa rauða
brá ei honum fram í dauða.
Hérna í vor hvíldarsetur
hersins kom hún mamma hans gamla.
Þá, er kenndi hann kerlutetur,
kappinn mátti ei tárum hamla.
Fram á nóttu hann á hana
horfði, brosti, og þagði, að vana.
Með þeim svona síðast skildi.
Söknuð hrósins drottinn mildi.
Ekki sagði hann nei við neinu
nöldursorði af hennar munni,
bara já við öllu og einu,
unz, er söng í kerlingunni:
„Elsku sonur, um að gera,
ekki að flana í hættu bera,
betra er krók en keldu að hreppa!“
kvað hann: „Þ e s s u mátti sleppa!“
Steypt hans kúla þó var þegar,
þreytt hans ganga að yztu skörum,
hans, sem flestum hetjulegar
hafði oss fylgt í öllum kjörum.
Hinzt í gær á herstefnunni
hljóp hann um með tölu í munni,
gætti að boði generalsins
ganga og dyra fundarsalsins.
JÖRÐ
279