Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 85
eiga. Víða er komist aí meS
geymslur í húsakjöllurum og
gefst oft vel, ef þeir eru ekki
of hlýir. Hiti má helzt ekki fara
yfir 4—6 stig, ef vel á að vera.
Hitamælir þarf að vera í
geymslunum, svo að ekki þurfi
að vera í vafa um þetta atriði.
Stíurnar, sem ætlaðar eru fyr-
ir ávöxt jarðar, skulu ætíð vera
hreinlegar, og einkum er það
nauðsynlegt, sé sama geymslan
notuð vetur eftir vetur. Skilrúm
og veggi í slíkum geymslum
þarf að þvo eða kústa með kalk-
vatni. Það drepur kím ýmissa
sveppa, sem annars gætu haldið
lífi og sýkt hina nýju uppskeru.
Loftræsting þarf að vera i lagi.
T. d. er ekki heppilegt að leggja
kartöflur á sjálft gólfið, heldur
hafa grind undir. Og sé geynit
1 kössum, er betra að þeir hafi
gisinn botn en þéttan. Sé loft-
ræsting góð, má byngurinn
gjarnan vera þykkur, t. d. i
nietri eða rúmlega það.
Þeir, sem eiga gulrætur eða
rauðrófur, geta lagt þær niður
1 kassa og sett sand á milli. Sag
er ennfremur ágætt að leggja á
nnlli slíkra rótarávaxta. Sé
þannig búið um gulrætur og
kassinn hafður á köldum stað,
Reymast þær vel og lengi. —
-^íinna má á, að gulrætur eru
hinn mesti A-bætiefnagjafi, fyr-
lr utan annað gott innihald.
Hvað gulrófur snertir, vil ég
■ninnast hér á eitt atriði, sem
veldur því, að uppskera verður
Jörð
stundum minni en hún gæti orð-
ið. Það er, að stundum eru þær
teknar alt of snemma upp. Þær
gætu bætt miklum vexti við
sig, ef þær fengju að vaxa fram
undir miðjan október, því þær
þola haustið vel. Gerir þeim
ekkert til, þó þær frjósi dálítið
— ef þær aðeins fá að þiðna aft-
ur í moldinni, áður en þær eru
teknar upp. Oft eru gulrófur
teknar 2—3 vikum of snemma
upp. Ekki er þó rétt aö draga
upptöku þeirra svo lengi, að
þær séu lagðar í hættu þess
vegna.
Nauðsynlegt er, þegar mat-
jurtir, sem geyma á, eru upp
teknar, að íarið sé sem vand-
legast með þær, en hnjaska sem
minnst. Muna, að þetta eru lif-
andi jurtir, en ekki dauöir hlut-
ir. Allt, sem hefir skemmst, þarf
að taka frá og nota það af því,
sem hægt er, sem fyrst. Komist
skemmdar matjurtir í geymslu,
þá getur það haft slæmar af-
leiðingar. Yfirleitt þurfa mat-
jurtir, sem geyma á, að vera
þurrar, þegar þær koma á
geymslustað. Þó verður að at-
huga, að þurrka ekki of mikið,
eins og vel getur átt sér stað,
t. d. með kartöflur, ef sólskin
er mjög mikið. Öndunarstarf-
semi jurtanna verður að hafa
sinn gang, og því má ekki þekja
byngina strax i geymslunum,
en öndunin minnkar brátt og í
dvalaástandi vetrarins verður
hún mjög lítil. Pokar eru slæm
227