Jörð - 01.09.1940, Side 58
JOIIAN RUNEBERG:
Hann var Finni
Enn vér geymum oss í minni
Adlercreutz vorn, generalinn,
er sú hetja í hógværð sinni
hermanns útför sótti í dalinn,
og á hatti, hneigðum armi,
hélt í þögn á grafarbarmi,
þar sem fáskreytt hinzta hvila
Hansi Múnter átti að skýla.
Þó við för hins fallna í jörðu
fylktu ei liði skarar stórir:
hermenn tveir hans holu gjörðu,
hjá hans kistu stóðu fjórir;
þrír, sem skrúðfylgd grafargestsins,
gengu, auk foringjans og prestsins,
sveitarþjálfar, gullsígildi.
Gamli Stál þar líka fylgdi.
Viðhöfn meiri ei veitast kunni.
Væddur slitrum hermannsflíka
Múnter lá í líkkistunni
luktur milli fjögra bríka.
Ró og traust hans sýndist sama
sem í lífsins gleði og ama,
svipur garpsins sami á honum,
— syfjulegri þó, að vonum.
Nú, er lífsdag hreta og heiðis
hafði hann ent í náttstað, dátinn,
þjálfinn Búss af bing hans leiðis
bróðurorðum kvaddi hann látinn:
lýsti, hversu hann að kyni,
hjarta, máli, afli og skyni,
hermann sannan hafði að geyma.
Hvergi Búss varð á að gleyma.
Skrúðlaust tal — en viknun vakti hann!
Væntandi allir stóðu og hljóðir,
kýmdu, er Múnters kjarnaorð rakti hann,
kampa struku vangarjóðir. —
200
JÖRD