Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 164
VER MOTMÆLUM ALLIR!
EFTIR að gengið hafði verið
frá lesmáli þessa heftis að
fullu, hafa komið heim úr
Bretlandsför nokkrir íslenzkir
togarar, er þar hafa verið rúnir,
af brezkum yfirvöldum, hinum
lífsnauðsynlegu íoftskeyta- og
miðunartækjum sínum. Skip þessi
eru einhver helztu tæki hinnar
fátæku smáþjóðar, er byggir
þetta land, til lífsframfæris, og
hefir hún lagt þau í mikla hættu,
er þau hafa verið látin færa
brezku þjóðinni björg í bú, sem
hún má sennilega illa án vera.
Jafnframt hafa þau reynzt drjúg-
ir björgunarbátar brezkum
mannslifum, sem um þessar
mundir eru, svo sem kunnugt er,
iðulega i házka stödd á leiðum
skipanna.
Bretar eiga hinsvegar, að þvi
er þeir telja — og vafalaust með
réttu — loftflota sínum öðrum
fremur að þakka lifsbjörg sina
og frelsi þessa siðustu mánuði.
En það er brezku þjóðinni sjálfri
kunnast — veit enda ekki hvern-
ig hún á að þakka það —, að
án flugliðsins væri sá floti lítils
virði.
Á sama hátt, að sinu leyti, eru
það ekki aðeins skip (sem oss
að vísu eru þvi dýrmætari, sem
vér erum öðrum þjóðum háðari
sjóflutningum), er vér leggjum
i dauðans' hættu, heldur engu
siður jafnvel enn dýrmætari
mannslif: sjómennirnir, sem
leggja sjálfa sig, en öryggi og
hamingju konu og barna, að veði,
til að annast þá flutninga, er þjóð
JÖRÐ
vor fær vart án verið, svo að af-
koma geti heitið, en eru brezku
þjóðinni til stórrar nytsemdár i
þrengingum hennar.
Þessum mönnum — þessum
drengilegu sonum þjóðar vorrar,
bjóða brezk yfirvöld upp á það
að fara eftirleiðis hinar bráð-
hættulegu ferðir, varnarlausir.
Þau gera þeim þann kost, á sama
tima og þessir íslenzku sjómenn
bjarga hverju hundraðinu af
öðru brezkra skipbrotstnanna —
enda kvað þeim heimilt að halda
viðtökutækjunum, svo að þeir
geti eftir sem áður sinnt neyð-
arkalli brezkra skipa, sem eru í
hættu stödd.
Þetta lætur brezka heimsveld-
ið, sem lagt hefir allt i sölurnar
— til hvers? — til þess ekki
hvað sízt, ef marka má yfirlýs-
ingar þess, að halda uppi rétti
smælingjans i heiminum — þetta
lætur Sameinaða konungsríkið,
sem sendi her inn i friðheilagt
land vort — til þess að vernda
oss, að sinni eigin sögn — þetta
láta Bretar sér sæma að bjóða lit-
illi frændþjóð, sem allt af hefir
verið þeim vinveitt og ætlað
þeim gott. Þetta láta Bretar sér
sæma við litla, varnarlausa þjóð.
sem svo er sett, að við hana eiga
þeir í öllum höndum.
T>REZKA ÞJÓÐ! Vér höfum að
visu ekkert umboð, til að á-
varpa þig, og nauðalitlar líkur
til, að þú heyrir til vor, en
A'ér vitum, að vér mælum þau
Nl. á 3. kápusiðu.