Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 57
að engu fremur á illt en gott : >•: ;i
orka bænir til náðar.
Þá man hann, að e f n i ð, byrst og kalt,
sem kennir ei eggjar hnífs,
í vissum hlutföllum vegið og hrært,
má vekja til kynjalífs.
Hver, sem væri efninu ofjarl,
þess umkominn verða mundi,
að hrópa sín orð yfir dimmunnar djúp
og dauða vekja úr blundi.
Þrjú eru kjörefnin Satans sjálfs:
saltpétur, brennisteinn, kol.
Þau mylur hann fyrst í fíngert dust,
unz fyllt er steytunnar hol,
þá leggur hann eldsvepp yfir,
sem áður hann tendrað hefur.
Svo rís nú úr dauðu dufti þú,
sem dýpst í hclvíti sefur!
Þá gaus upp logi með glórautt skin
og gnýjandi brak,
og steytunnar lok úr marmara mylst
við múrklefans harða þak!
Síðan þurfti enginn frá öðrum
uppkveikju í skjóluna sína,
því Berthold tendraði hinn eilífa eld,
sem aldrei mun framar dvína.
Betri er steytan hans Bertholds nú,
báleldur gneistinn hans.
Allri skepnu hann eyða skal,
frá ormi til hinsta manns!
Brátt skín bleikja af þeim degi,
sem Berthold eftir keppti,
er, smáður af Guði, úr höndum hann
helvítis öflum slcppti!
(Bcrthold Schwars er talinn hafa uppgötvað púðrið. — Hann hefir ekki
S*tt þess, að Ieita á þann hátt, er fyrirheit hefir — og því fundið púðr-
1 > 1 staS þess, er hann taldi sig leita! — Ritstj.).
Jörd
199