Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 93
skýrt. Þa'ð var eins og hún vildi
greypa hvert orð óafmáanlega í
vitund mína: „Um aldir alda!“
Ég sá að varir henar hreyfð-
ust, en heyrði ekki fleiri orð.
Hún var enn að tala við mig.
— með sál sinni, en engin
tunga gat túlkað það mál. Og
þessar hreinu varir sem þögðu,
djúpu, dimmtæru augun, sterk
af ástúð og friði, andlitið henn-
ar hvíta í stjörnuskininu, —
það talaði allt skýrar en nokk-
ur mælska megnar. Og loksins
skynjaði ég, skildi ég allt;
loksins náðum við að fullu sam-
an yfir djúpin myrku, er skilja
mannlega hugi. Ég fann, að
kristalsgarður einmanaleikans
var rofinn, að héðan af átt-
umst við æfinlega, — um ald-
ir alda. — Það, sem gerðist
á eftir, er í huga mínurn þögn,
þögn musterisins, er geymir
fullkomnun gleði okkar.
DAGINN eftir báru fjórir
alvarlegir menn lík henn-
ar heim frá ströndinni. Hún
hafði fallið út af bryggju og
rekið upp í flæðarmálið.
Sorgin er eins og gleðin
mikla: Þögn. — Orð eru svo
fátækleg; manneskjurnar hafa
búið þau til í umkomuleysi sínu
gfagnvart einverunni.
-— Ég fór heim til Reykjavík-
Ur; ég þekkti ekki bæinn aftur,
allt var orðið autt og tómt, ég
gekk um göturnar eins og vofa.
h-g leitaði huggunar i listinni,
JÖRÐ
en gat ekki spilað; ég reyndi
að drekka, en vínið hafði engin
áhrif á mig. — Vinir mínir
horfðu skelkaðir á eftir mér,
þegar ég mætti þeim.
Svo fór ég til framandi
landa; ég dvaldi í stórum borg-
um, oft vissi ég ekki nafn
þeirra.
Þá kom hún til mín í draumi.
— Ég hafði sofnað á stól mín-
um, úttaugaður af þreytu, á
hótelherbergi langt úti í heimi.
— Hún kom til mín, björt og
ung og mjög alvarleg, og hún
sagði: „Uin aldir alda.“ — Og
hvarf.
Þegar ég vaknaði, var ég eins
og nýr maður. — Ég sá. að það
var haust og að kringum mig
voru lifandi manneskjur. Eitt
ár var liðið.
Ég tók að iðka list mína aft-
ur, hjá gömlum meistara. Og nú
fór ég i fyrsta sinn í liíi mínu að
skilja hljómlistina. Ég hafðiver-
ið barn, glaður krakki, sem lék
aðeins til þess að gefa áheyr-
endum mínum hrifningu augna-
bliksins og fá hrós þeirra í stað-
inn. Nú byrjaði ég auðmjúkur
á stafrófinu, og varð þess vís-
ari, að ég kunni ekki neitt. —
í tvö ár vann ég sleitulaust; þá
dó meistari minn. Síðasta orð
hans til mín var: „Gleymdu
aldrei a'ö listin er heilagt must-
eri. Hver sá, er gengur þar inn
án auðmýktar, kemst aldrei
lengra en i fordyrið.“
Orð þessi hljómuðu lengi i
235