Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 27
að þeir piltar, sem til þess eru
bezt fallnir, séu einstöku sinn-
um æfðir í latneskri versagerð,
í ræðuhaldi, í bréfaskriftum, í
ritgerðum og ritsnilld á ís-
lenzku. „Þess vegna skulu
kennararnir hafa haldgóða
þekkingu á móðurmáli sínu, svo
að þeir geti haldið lærisveinum
sínum til að rita sitt eigið mál,
án þess að blanda það öðrum
málum eða klúrum orðum og
orðtækjum, heldur skulu þeir
rita það hreint, ljóst og skil-
merkilegt, án myrkra og til-
gerðarlegra orðatiltækja eða
annars óþarfs málskrúðs, svo að
þeim, sem hlýða á eða lesa mál
þeirra, veitist auðvelt að skilja
þá“. (Anordning om Skolerne,
3- maí 1743). Með þessum á-
kvæðunf reglugerðarinnar veitir
Harboe, hinn vitri og víðsýni
skólamaður, kennurunum heim-
dd til þess að veita nemendun-
um tilsögn í íslenzku og hvetur
þá til þess, en skipar þeim það
ekki beinlínis. Svo er að sjá,
sem kennararnir hafi lítt eða
ahs ekki neytt þessarar heim-
ddar. Islenzkukennslan fór t. d.
h'am á þann hátt í Skálholts-
skóla á dögum Finns biskups
Jónssonar, að valdir kaflar úr
Htneskum ritum voru lesnir
UPP á hverjum laugardegi og
skyldu piltar þýða þá á ís-
lenzku jafnóðum. Við þessa
stílæfing sátu piltar í 2 tíma,
Há kl. 1—3. Sams konar aðferð
var höfð á Bessastöðum langt
JÖBÐ
fram undir miðbik 19. aldar.
Þar var íslenzkan kennd 2
stundir á viku í neðri bekk og
fór kennslan fram á þann hátt,
að kennarinn lét pilta þýða dá-
lítinn kafla úr dönsku á ís-
lenzku. Það er bágt að hugsa
sér fráleitari meðferð á móð-
urmálinu, og þar að auki var
valinn til kennslunnar hinn eini
af kennurum skólans, sem alls
ekki hafði fengizt við íslenzku
né íslenzk fræði, þótt hann væri
mikill afburðamaður á öðrum
sviðum. Það var Björn gamli
Gunnlaugsson. En þó hófst
hreinsun og viðreisn íslenzks
ritmáls einmitt á Bessastöðum
og þaðan komu þeir menn, sem
mest hafa vakið íslendinga til
viðreisnar og ræktarsemi við
tungu sína og bókmenntir. Á
Bessastöðum störfuðu þeir
Sveinbjörn Egilsson og Iiall-
grimur Scheving. Þar þýddi
Sveinljjörn söguljóð Hómers á
islenzku og lét þýðinguna á
Odysseifs-kviðu fylgja boðs-
ritum skólans. Áhrif þessara
þýðinga, einkum á unga menn
og gáfaða, slíka sem þá voru
á Bessastöðum, hljóta að hafa
verið geysimikil. Má nærri geta,
að svo vandlátur snillingur,
sem Sveinbjörn hefir ekki látið
lærisveinum sínum haldast uppi
að þýða gullaldarrit Grikkja og
Rómverja á íslenzkt slormál.
Og þá munu áhrif Hallgríms
Schevings tæpast hafa verið
minni að þessu leyti heldur en
169