Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 29
smáskáld, leirskáld, hagyrSingar
og hnoöarar. Þessir menn rímuöu
stundum af meðfæddri gáfu og
leikandi list, en þó oftar í sveita
sins andlitis og jafnvel að full-
komnum óvilja menntagyöj-
unnar. Hver sem kynnist nokk-
uö handritasöfnum Landsbóka-
safnsins og horfir yfir þann
hafsjó af rími, sem þar er falið
innan fjögra veggja, hlýtur aö
undrast hvílíkum ósköpum ís-
lenzkir rímsmiðir hafa ausið úr
sér á síðustu öldum. En þess er
að minnast, að nálega öll þjóð-
in hefir tekið þátt í þessari
furðulegu iðju; flestir höfum
við siglt eða barið Sónarsjó eft-
ir beztu getu: valdsmenn, klerk-
ar, bændur, vinnumenn og
ölmusumenn, karlar og konur.
Þeir, sem ekki orktu beinlínis
sjálfir að neinu ráði — og þeir
voru vitanlega miklu fleiri en
hinir — gleyptu við öllu, sem
frá bragarsmiðunum kom, en
Kvæða-Kelar, Kvæða-Önnur og
Söngva-Borgur fluttu varning-
inn út um landið og höfðu at-
vmnu af. Hvernig sem menn
■annars vilja dæma þessa ein-
stöku rímhneigð íslendinga, þá
hygg- ég fátt vissara, en að
þessar sífelldu stílæfingar i
bundnu máli, sem allur almenn-
ingur tók þátt í, beinlinis eða
obeinlínis, hafi átt einn hinn
úrýgsta þátt í að halda íslenzk-
unni lifandi fram á þenna dag.
Enn vil ég minnast á eitt at-
T>Si, sem ég hygg að miklu máli
JÖRÐ
hafi skipt um varðveizlu tung-
unnar. Vér sem nú lifum gerum
oss vart í hugarlund, hve ís-
lenzka þjóðin var samgróin
lögbók sinni hinni fornu, Jóns-
bók. Hún var um margar aldir
veraldleg biblía íslendinga. Oft
létu menn börn sin læra aS lesa
á hana, margir kunnu hana ná-
lega utan að, enda urðu allir,
sem nokkuð vildu verða að
manni í þjóðfélaginu, í hverri
stétt sem þeir voru, að kunna
glögg deili á ákvæðum hennar
og fyrirmælum.
III.
M viðreisn íslenzks ritmáls
á ofanv. 18. öld og önd-
verðri hinni 19. verður hér lítið
rætt. Eggert Ólafsson reið á
vaðið og þó efast hann um
framtíð málsins í kvæði sínu
um sótt og dauða íslenzkunnar.
í kjölfar hans sigldu svo ýmsir
aðrir. í ritum Hins íslenzka
lærdómslista-félags, sem stofn-
að var í Kaupmannahöfn 1779
birtust ýmsar ritgerðir, sem rit-
aðar voru á sæmilegu máli. Um
þær mundir mun enginn ís-
lendingur hafa vandað mál sitt
betur en Hannes biskup Finns-
son, enda skorti hann hvorki
smekk né þekkingu. Áður hefir
verið minnzt á kennara Bessa-
staða-skóla, og 1821 byrjaði
Bómenntafélagið að gefa út
Árbækur Espolíns. Það rit er
að visu að langmestu leyti ekk-
ert annað en safn eldri rita, sem
171