Jörð - 01.09.1940, Blaðsíða 139
Já, mitt gamla geð má hlægja
garpsins fas í röðum vorum!
Ætti dauðans ekru að plægja,
eykur sá ei stóð í sporum,
— þar var hik né æðra eigi,
ekkert nema: hæ! úr vegi!
brokk í takt við bumbuhljóðið
beint og á f r a m, það var lóðið.
Og þó hlýju í hjarta fól hann,
hljóður, rór og tryggur vinum.
Gráhært barn ei óvild ól hann
einu sinni gagnvart h i n u m.
Stríðs á velli hann óvini unni
eins og tóbakslaufi í munni:
bæði þurfti í bleyti að leggja,
— beztu plöntur hvorutveggja.
Heiður, heiður fylgi og friður
föllnum garpi, er vel skal muna!
Hetjulund og hetjusiður
haldi vörð um minninguna!
Engir þrælar þrammi um foldu,
þar sem býr hinn látni í moldu.
Tryggð og kraftur, kyni hans tamin
kuml hans verndi jafnan! Amen!“
Nú, er loks hann lauk að mæla,
liðþjálfinn, og signdi binginn,
reku í mundu sigursæla
sjálfur tók hann, hershöfðinginn,
lét til kveðju lítinn salla
létt á gröf hins dauða falla,
— fáein korn af feðrastorð . hans.
Fátt hann mælti. — En geymd skulu orð hans
Vel féll ræða hans voru liði,
vakti hugsun marga af dvala,
— fábreytt orð að efni og sniði,
eins og Múnter lét að tala.
Samt þau voru vitni, er róma
vora tryggð og hetjusóma,
samt þau orð í manna minni
munu lifa: „Hann var finni“.