Jörð - 01.06.1943, Síða 19

Jörð - 01.06.1943, Síða 19
Agnar Kl. Jónsson: Um stjórnskipun Bandaríkjanna MANNKYNSSAGAN sýnir, að mannkynið hefur átt við mörg og margvísleg stjórnarkerfi að búa. Sjálf- sagt hafa þau öll verið og eru ófullkomin og jafn- vel stórgölluð. Óhlutvandir menn, sem valdinu hafa náð, hafa misbeitt því sjálfum sér og sínum til framdráttar á kostnað fjöldans. Þar að hefur komið, að fjöldinn hef- ur eigi þolað eða getað risið undir þeim álögum, sem valdhafarnir hafa lagt á hann. Valdhöfunum hefur þá verið steypt af stóli. Almenningur, sem lært hefur af reynzlunni, hefur eigi viljað lifa áfram undir sama stjórn- arfyrirkomulaginu, sem svo illa hefur reynzt. Upp úr slíkum jarðvegi hafa svo sprottið ný stjórnar- kerfi. Þegar fram í liefur sótt, liafa þau heldur ekki reynzt fullkomin, og svona hefur það gengið koll af kolli, og enn hefur liið fullkomna stjórnarkerfi ekki verið skap- að, sem tryggt geti frið og velmegun meðal heimsins barna. Líklega verður það seint, þótt tilraunir hafi að sjálfsögðu verið gerðar í þá átt og tilgátur verið fram bornar um alsæluríki. Segja má, að nú á seinni tímum hafi þjóðir aðallega búið við tvær stefnur, einræði og lýðræði. Það er ekki tilætlunin í þessari stuttu ritgerð að fara út í saman- burð á þessum tveimur andstæðu stefnum, stefnu kúg- unar annarsvegar og stefnu frelsisins hinsvegar. íslend- ingar munu eigi vera í vafa um, livora stefnuna þeir kjósa sér að húa við í framtíðinni, á meðan ekki skap- ast ný og hetri stjórnarkerfi. fsland var lýðríki fyrstu aldirnar eftir að það var numið. Það tímahil var blóma- öldin í sögu þjóðarinnar. Þegar því lauk, hnignaði öllu. Landið var hneppt í fjötra ófrelsis og kúgunar. En eftir að frelsisbaráttan hófst og þjóðin fékk meira og rneira sjálfræði, tók hagur landsmanna aftur að batna. Það var eins og þjóðin lifnaði við aftur eftir margra alda svefn. ÍÖRÐ 113 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.