Jörð - 01.06.1943, Blaðsíða 31

Jörð - 01.06.1943, Blaðsíða 31
liafi lofað sér að vekja mömmu sína upp. Við þetta slær „logan- uni helga“ í brjósti Jóhannesar skærar upp en nokkuru sinni fyrr, hann tekur í hendi barnsins, leiðir það að kistunni og mælir Orðið — hið skapandi trúarorð guðssonarins — og Inga hreyfir sig. Viðbrögð viðstaddra eru eins og efni standa til: Skiraddar- inn lofar Guð Elíasar spámanns, presturinn tautar í fáli, að náttúru- lögmálin leyfi ekki annað eins og þetta, gamli maðurinn hrópar fagnandi upp um tilvist kraftaverksins, en daga þess liafði liann oft, og ávallt með sársauka, talið talda, en Jóhannes segir: „Nú fyrst förum við að lifa.“ ']WrÚ FYRST förum við að lifa,“ lætur Ivaj Munk Jóhannes segja ’ — og Jóhannes túlkar alls staðar persónulega skoðun Kaj Munks sjálfs eða það, sem hann vill, að sé sín persónulega skoðun. En er þetta nú rétt? Fari hver i sinn eigin barm og spyrji sjálfan sig, hvernig honum litist á að lifa, cftir að liafá orðið vottuir að kraftaverki sem þessu. Hvílík dómadags skuldbinding á herðar lögð hverjum viðstöddum votti! Hér er ekkert undanfæri, ekkert fjaðunnagn, heldur grjóthörð staðreynd á allar hliðar: Þú ert per- sónulegur vottur að því, að manninum er eiginlegt að geta gert hvaða kraftaverlc sem er, ef hann að eins trúir. Þú ert þvi skyld- ugur til að trúa og jafnskyldugur til að gora kraftaverk — krafta- verk til þess að dýrð Föðurins i himninum fái sézt í réttu ljósi, kærleikur Hans og máttur; kraftaverk til þess að hlýða boði kær- leikans um að lijálpa náunganum. Þú átt að vekja upp dauða — en hverja? Hvar eru takmörkin? alla, sem einhver syrgir? Þú átt að lækna sjúka; hverja? hvar eru takmörkin? alla, sem einhver þráir að batni, þó að ekki væri nema sjúklingurinn sjálfur? Hvar eru takmörkin fyrir þeim kraftaverkum, sem þú ert skyldugur að vinna? Þú átt að gefa hverjum sérhvað, sem hann þráir heitt og kærleikurinn mælir með —■ eða er ekki svo? En er allt slikt þó ekki lítilræði hjá allri þeirri andlegu og siðfeirðilegu ábyrgð, sem hér með er varpað á herðar þér? Þú átt að vera alhreinn — alla leið að lijartarótum. Þú ert skyldugur til þess, því þú getur þao, ef þú aðeins trúir! Og þú ert skyldugur til að trúa, því þú ert persónulegur vottur að þvi, að „sá getur allt, sem trúna hefur“. Og þú átt að vera fullkominn í kærleika og tilbeiðslu, — því Guð hefur beinlinis sannað þér, að það sé óumflýjanleg og afdráttar- laus skylda þin! Hver gæti borið ábyrgð sem þessa eða þvilíka? Hver vildi taka það að sér i þvi mannfélagi, sem enn er fyrir hendi? „Ó, þú van- trúa kynslóð! Hversu lengi á ég að vera með yður; hversu lengi á ég að umbera yður?!“ Þessi upphrópun Jesú kom ekki af neins konar yfirlæti, heldur af óbærilegri kvöl þess að standa einmana Jörð 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jörð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.