Jörð - 01.06.1943, Side 47

Jörð - 01.06.1943, Side 47
t GAMLA DAGA Tveir af átján: Á Garði Formáli. Eftirfarandi lýsing er skrifuð af tveimur fyrrverandi Garð- stúdentum, er til samans hafa yfirlit yfir nokkuð langt tímabil. Með því að sumar mannlýsingar, er koma fyrir í frásögninni, yrðu e.t.v. taldar helzti nærgöngular, ef ráðið yrði i með vissu af hverj- um þær væru, hafa höfundarnir gripið til þess ráðs að lieimfæra Garðstúdenta frá ýmsum timum til eins og sama tímabils, en þó með þeim hætti, að mjög fer nærri meðaltali ákveðins timabils, sem frásögnin er að öðru leyti mest miðuð við. Með orðinu meðal- tal er hér fyrst og fremst miðað við stundun náms og reglusemi, en i öðru lagi við gáfnafar og háttsemi. M.ö.o.: stúdentarnir, sem lýst er, eru að því er þessa eiginleika snertir, allir til sam- ans eða til jafnaðar mjög líkir stúdentum ákveðins fjögurra ára timabils og þeim er ætlað að lýsa einu ákveðnu fjögurra ára tima- bili nokkurn veginn rétt í þessu tilliti, því það er aðalatriðið, en ekki hitt, sem auk þess gæti þótt orka nokkurs tvímælis, að lýsa hverjum einstökum stúdent ákveðins tímabils svo, að alhliða rétt lýsing væri. Að vísu verður að búast við því, að sumir stúdent- arnir verði kenndir af frásögn okkar, og þó fleiri, er einhverjir þykist kenna, því öðru hvoru koma fyrir menn, er svipar saman og þó fremur í fáorðri lýsingu en í raun og veru. Á þetta verð- ur að hætta. Því að okkar áliti er Garðvist íslenzkra stúdenta á umliðnum tíma svo rikur þáttur í menningarsögu íslenzku þjóð- arinnar — að ekki sé' talað um Hafnarvist þeirra yfirleitt, en hún niun mikið til sama marki brennd og Garðstúdentanna, — að sú saga verði ekki fullskilin, nema m.a. sá þáttur sé hispurslaust sagður sannleikanum samkvæmt. Þá er það og ekki óhugsandi, að svipuð viðhorf gætu mætt islenzku námsfólki enn, — ef ekki i Danmörku, þá annars staðar, og gæti þá farið eitthvað likt (þetta verður sem sé meðfram frásaga um ófarir) ef ekki er hugsað meir um það, en áður var, að búa í haginn fyrir hið unga fólk, er fer til allra ókunnugra í útlöndum (eða Reykjavík?). Með framansögðu og eftirfarandi frásögu er ekki ætlunin að gefa í skyn, að hér sé lýst meðaltali allra Garðvistarkynslóða, svo iangt sem núlifandi menn muna, heldur hitt að sýna, hvað fyrir- Jörð 141
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.