Jörð - 01.06.1943, Page 63

Jörð - 01.06.1943, Page 63
vist sex fór meira og minna i hundanna, en sex höfðu við- unanlega útkomu eftir atvikum. Svona er það fyrir manna sjónum — lengra þýðir ekki að reyna að rekja, en minna má á, að vegir lífsins geta verið dularfullir. Og stundum eru fegurstu gróðurblettir i ófrjóum hraunkarga! HERBERGI Garðstúdentsins er af góðri meðalstærð og fylgdu því nokkrir húsmunir: stór hókaskápur, stór klæðaskápur, stórt borð, nátthorð. Auk þess var í herberg- inu ofn, sem kyntur var með brenni (beykikubbum) og stór járnkassi undir brennið. Þá var þar og postulínsvask- ur allstór og vatnskrani yfir. Fyrir hinn stóra glugga mátti láta hlera, er voru á lijörum innan á. Rafmagn var ekki leitt inn til stúdentanna fyrr en á síðustu árum íslend- inga á Garði. — Við þau liúsgögn, sem fylgdu hverju her- bergi, bætti svo hver stúdent því, er efni og ástæður leyfðu, °g urðu þau náttúrlega misjafnlega smekkleg, þrifaleg og vistleg. Yfirleitt báru herbergi dönsku stúdentanna af her- hergjum islendinganna í öllum greinum. Herbergin voru að sjálfsögðu við ganga og gangarnir voru taldir níu alls, en sami „gangur“ gat verið á fleiri en einni hæð. Á hverri ganghæð var eldhús fyrir stúdentana með gasi o. s. frv. Þarna elduðu landarnir sér liafragraut, suðu sér egg og bæjerskar pylsur, suðu (helzt á nóttum — til að angra ekki hin fínu dönsku skilningarvit!) saltket og hangiket °g rúllupylsur að heiman, liituðu sér kaffi, smurðu brauð s. frv. Þeir dönsku lögðu sumir hverjir fram miklu meiri kunnáttu og vinnu í eldamennskuna. Þjónar þvoðu upp ilát og hnifapör — og stálu silfurskeiðum og þvílíku, ef ein- hverjum „rússanum" varð það á að hafa það á glámbekk. Þeir kveiktu eld i ofnum stúdentanna snemma á morgn- ana og vitjuðu hans einu sinni. Þá vöktu þeir stúdenta þá, er þess óskuðu. „Gangakonur“ önnuðust ræstingu herbergja °g ganga og var það tekið fram í reglunum, að þær mættu hvorki vera ungar né fríðar. Slík ákvæði mundu líklega þykja liálfskopleg i nýrri reglugerð nú á dögum, en í gamla daga voru menn einarðir að segja meiningu sina. JÖRÐ 157
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.