Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 37
32
Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
legt, að þetta hefir hann lært af honum, sem verið hefir hug-
sterkastur við merki dauðans.
Eg gat þess áður, að það þætti víðar brenna við en í vorri
sálmabók, að athafnadygðirnar væru settar á óæðra bekk gagn-
vart »passívu« dygðunum. Og þetta væri ef til vill ein ástæð-
an til þess, að karlmennirnir gæfu kirkjunni minni gaum. Vér
eigum engan sálm af munni Jesú, en margt orðið hefir hann
talað, sem skáldin gætu öfundað hann af. Líkingar hans og
dæmisögur mundu halda velli í heimsbókmentunum, þótt ekki
væri gætt trúarinnihaldsins. Þegar vér skygnumst inn í huga
skáldsins, þá reynum vér að lesa það út úr kvæðum hans
hvað skáldinu hefir í daglegu lífi þótt vænst um. Vér þykj-
umst geta séð það af því hvaðan skáldið tekur líkingar sínar
oftast.1) — Á sama hátt ættum vér og að geta séð það af
líkingum Jesú, hvað honum hefir í daglegu lífi þótt vænst um.
En hvað kemur þá í ljós? Það virðist augljóst, að það atriði
daglegs lífs, sem Jesús hefir haft mestar mætur á, er vinnan!
Það er sem vér heyrum vinnuhljóðið í flestum dæmisögum
og líkingum Jesú. Það er ekki fátæklegt svið, sem oss opnast
í dæmisögunum. Alt frá roðabrigðum himinsins niður að eigin-
leikum saltsins í jörðu niðri. Frá minsta frækorninu til þess
æðsta og dýpsta sem gerist í mannlegri sál, er hún staðnæm-
ist fyrir augliti Guðs síns. En af þessu stóra sviði, velur hann
sér einskonar uppáhaldsstað, þar sem hann kemur oftast.
Og það er starfsamt iðjandi mannlífið, þar sem unnið er
að föstu marki með umhyggjusemi. Hugsum oss að vér
vissum ekkert um þjóðlíf Gyðinga annað en það, sem
dæmisögurnar segja oss. Vér mundum af þeim einum geta
aflað oss mikils fróðleiks. En sérstaklega mundum vér fá ná-
kvæma vitneskju um atvinnulíf og dagleg störf þjóðarinnar, lið
fyrir lið og það jafnvel í hinum smæstu atriðum. Hann hefir
t. d. auga fyrir því, að plógfarið verður alstaðar að vera jafn-
1) Hjá Matthíasi er það t. d. sólin og dagurinn.