Prestafélagsritið - 01.01.1923, Qupperneq 52
Prestafélagsritið.
Skilað kveðju.
47
sagt við lagsmann sinn eitt kvöld, þegar þeir voru að hátta,.
»þá skyldi eg vera harðánægður, þó að eg ætti ekki nema fötin,
sem eg stend í«. Hann var sonur efnabónda og segist alt af
þangað til hafa ætlað sér að verða stórbóndi með 60 kýr í
fjósi að minsta kosti. Þá svaraði hinn: »Eg skyldi glaður
standa í tómri skyrtunni uppi á Dofrafjöllum svörtustu há-
vetrar-nótt, ef eg væri orðinn annar eins maður og hann«..
En svo bætti hann þó við: »En þá vildi eg samt hafa skíðin
mín hjá mér«.
Það er ekki tími til að orðlengja um skóla þennan, enda get
eg þar vísað til nýkominnar ágætrar greinar í Eimreiðinni
eftir Andrés frá Austurhlíð, lærisvein Kristófers. Skólinn dafn-
aði og stækkaði. Eftir fjögur ár bauðst bóndi neðar í dalnum
til að ljá honum húsnæði ókeypis, og 1874 keypti Kristófer
land niður í Qautsdal, þar sem heitir á Vonheimum, og þar
reis nú upp skóli, er sagt hefir verið um: »Aldrei hefir Nor-
vegur átt svo góðan skóla, hvorki fyr né síðar«. Það er
fallegt bæjarnafn Vonheimar, og eftir því er héraðið fagurt,
en það sem bjartast gerir yfir hvorutveggja mun lengi verða
minning skólans, sem þar var reistur þjóðhátíðarár vor Islend-
inga. Það streymdu að honum ágætismenn til að vinna þar
fyrir ekki neitt, lifa á sinn kostnað og leggja fram árlega fé,
til að halda skólanum uppi. Þar var Kristófer fremstur í flokki.
Hann keypti sér jörð skamt frá, er heitir í Hallvarðshlíð, og
bjó þar. Björnstjerne Björnson keypti sér líka jörð í grend-
inni og settist þar að. Ekki var hann kennari þar, en tíður
gestur. Aðsókn var mikil að skólanum. Frjálsir barnaskólar
risu líka upp. Kennarafundir voru haldnir og þjóðsamkomur
undir berum himni, námsskeið fyrir stúlkur á sumrin. Vonirnar
voru glæsilegar, ósérplægnin og fórnfýsin alveg frábær. Hér
voru saman komnir hugsjónamenn meir en að nafninu til.
Það er sagt, að þeir hafi, þrátt fyrir alla sparsemina, eytt stór-
fé, sumir jafnvel aleigu sinni; Kristófer sjálfur þó mestu. Hvað
kom til? Það er furðulegt frá því að segja. Móti þessari lýð-
skólahreyfingu reis hörð mótspyrna. Var þar í senn mörgu
illu að mæta: Fáfræði og skilningsleysi, hleypidómum, odd-