Prestafélagsritið - 01.01.1923, Síða 57
52
Magnús Helgason:
Prestafélagsritið.
sárbeittu, er Ibsen lét ríða að þjóð sinni, séu slegin af ást til
hennar. Eg veit það ekki. En að orð Kristófers til hennar,
sem oft voru líka sárbeitt, hafi stafað af kærleika, það veit
eg, það veit hver maður, sem þekkir hann og líf hans. Það
er alt eitt óhrekjandi vitni um kærleika, ósíngjarnan kærleika
fram í dauðann.
Björnson kom til Vonheima og sagðist ætla að láta Kristó-
fer kristna sig. Þeir áttu þar mikið saman að sælda, en
Björnson þoldi illa bersögli Kristófers, þó var vel með þeim
framan af, en fór út um þúfur. Þeir áttu harða ritdeilu út af
trúmálum, og þó að Björnson væri sá andans og orðsins
berserkur, sem allir vita, ætla eg, að hann hafi aldrei sótt
sigur í þær greipar. Það er haft eftir Björnson, að hann hafi
sagt, er þeir voru báðir þar í Gautsdal, að sér væri ekki
neitt hrollgjarnt, þó að hann ætti að slá í kappræðu við menn,
en þó færu einhver ónot um sig, er Kristófer stæði upp til
andmæla. Kristófer leitaði aldrei annarar sæmdar en þeirrar,
að vera sannur og samur í orði og verki, í sjón og raun, lifa
fyrir sannfæringu sína og eftir henni. Slíkir menn þurfa engan
að óttast. Þeir eru frægari Ibsen og Björnson. Að vísu
mun varla hafa verið um hríð sá bóklæs maður í Norvegi, að
hann þekti ekki nafn Kristófers, og svo mun víðar hafa verið
um Norðurlönd, en annarsstaðar eru hinir miklu nafnkunnari
og listaverk þeirra hafa meiri ljóma varpað á Norveg heldur
en rit hans. En hann lætur samt eftir sig eitt listaverk, sem í
mínum augum tekur öllum þeirra langt fram. Það er æfin
hans. Þeir hafa orkt sín, en hann hefir lifað sitt.
Eg kom til Norvegs 1907 um sumarið. Engan mann þar í
landi langaði mig jafnmikið til að sjá og Kristófer Bruun.
Eg fór því heim til hans. Eg hafði ekki einu sinni séð mynd
af honum fyr. Eg vissi, að hann hafði staðið í stórræðum og
baráttu mestan hluta æfinnar og bjóst við að finna þess ein-
hver merki í svip og rómi. En það brást. Eg fann ekkert
annað en innilegustu alúð og angurblíða alvöru. Eg sótti ekki
vel að heima hjá honum. Dauðinn hafði leikið hann sárt um
hríð; á örfáum árum hafði hann tekið frá honum tvo sonu,