Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 67

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 67
62 ]ón Helgason: Prestafélagsritið. ónýtis unnið, en að hér sannaðist hið alkunna orð: »Einn sáir, annar uppsker*. Sonurinn gengur hér inn í starf föður síns. III. Kirkja Islands var frá upphafi í bezta skilningi þjóðleg stofnun. Um leið og hún flytur suðræna menningu inn í landið tekst henni að samþýða hana fagurlega því sem til var af þjóðlegri menningu úti hér. í lifandi samstarfi við kirkjuna þróast þjóðfélagslífið og í skjóli kirkjunnar vex og blómgast sú menning, er verða skyldi mesti heiður hins fámenna þjóð- félags öldum saman og alveg fram á þennan dag. Það voru kirkjunnar menn, er settu á fót fyrstu skólana hér innan lands, í Skálholti og Hólum, í Haukadal og Odda. Og svo þótti mikið til þeirrar mentunar koma að ekki þóttu aðrir klerkar lærðari um Norðurlönd á 11. og 12. öld en íslenzkir, enda er getið þriggja íslendinga, sem komust til æðstu kirkjulegra met- orða í Noregi á þeim tímum, sem sé þeir Kolur Þorkelsson lærisveinn Isleifs, er varð biskup í Osló (»Víkverja-biskup«), Óttar (t 1135), er biskup varð í Björgvin (eftir Magna) og ívar skrauthanski Kálfsson, biskup í Niðarósi (f c. 1140) faðir Eiríks erkibiskups blinda. Kirkjunnar menn leggja grundvöll íslenzkrar sagnaritunar, þeir hafa líklega orðið fyrstir til að safna Eddu-kvæðunum og með fulltingi þeirra eru elztu lög vor í letur færð. Kirkjunnar menn verða aðalmenningarfröm- uðir þjóðarinnar á farsælasta tímabili íslenzka lýðveldisins. Því að naumast er það vafamál, að tímabilið frá miðri 11. öld, eftir að kristnin hefir náð nokkurn veginn þroska, og fram á síðasta hluta 12. aldar hafi verið farsælasta tímabilið, ekki aðeins í sögu lýðveldisins, heldur í sögu vorri yfirleitt. »Sá kraftur, sem búið hafði hjá heiðnum forfeðrum vorum, var þá orðinn helgaður af anda kristindómsins og bar í mörgu tilliti blómlega ávexti; enda mun um þær mundir hafa mátt langt leita, til að finna þjóð, sem betur hafi unað hag sínum en almenningur á Islandi« (E. Briem.). Þegar loks litið er til þess, hversu sá kristindómur, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.