Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 87
82
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
þeirra snerist um það, að ná sem ríflegustum sköttum hjá
þjóðinni og höfðu þeir öll brögð í frammi í því skyni. Sendi-
menn eða umboðsmenn konungsvaldsins, er hingað komu, voru
margir hverjir óþokkar, sem litu með fyrirlitningu niður á
þjóðina. Eftir miðbik 14. aldar er svo gripið til þess óheilla-
ráðs af konungsvaldinu, að selja á leigu skattana af landinu,
þeim er bezt buðu, og má með sanni segja, að þessir svo
kölluðu »hirðstjórar« konungs úti hér, beittu valdi sínu hlífðar-
laust við þessa þjóð, sem var um það bil að komast á vonar-
völ. Ofan á öll glappaskot hinna erlendu valdhafa og afskifta-
leysi um velferð þjóðarinnar bættist svo öll sú óáran, sem aftur
og aftur hrjáði þjóð vora á 14. öld, og óstjórn innan lands,
er fór sívaxandi eftir því sem leið á öldina, og hvorttveggja
gerði sitt til að drepa allan þrótt með þjóðinni, svo að hún
ár frá ári sökk dýpra og dýpra niður í allskonar eymd og basl.
Hið eina, sem segja mætti, að gæti að sumu leyti afsakað
framkomu norska konungsvaldsins, var sú óstjórn, sem Norð-
menn áttu sjálfir við að búa svo að segja látlaust frá því er
Eiríkur smekk gerist konungur. Þar ofan á bættist svo hver
drepsóttin annari ægilegri á síðari hluta aldarinnar og var því
sízt furða, þótt skattlandið út í Norðurhöfum vildi gleymast
eða umhyggjan fyrir högum þess yrði af skornum skamti.
Með gamla sáttmála höfðu Islendingar áskilið sér, að minst
kæmu 6 vöruskip á ári frá Noregi til Islands. Þessum skil-
mála var ekki betur fullnægt en svo, að árin 1349—75 komu
sum árin ekkert skip (t. a. m. 1350) en hin árin 1 eða 2 í
mesta lagi! Og svo gjörsneiddir voru frændur vorir í Noregi
að öllum skilningi á, að þeir hefðu skyldur að rækja gagnvart
Islendingum, að þess heyrist aldrei getið, að þeim hafi dottið
í hug, hvað þá meira, að rétta frændunum á Islandi hjálpar-
hönd, þegar mest þrengdi að þeim. Noregsríki var sjálft sökkv-
andi skúta, er ekki gat bjargað sér. En sogaðist Noregsríki í
djúpið, hlaut að fara eins fyrir íslandi. Samband Islands við
Noreg hlaut að verða Islandi til ógæfu og varð það líka.
Þegar ísland ásamt Noregi komst undir Danakonung (1380)
verður þá ekki heldur annað séð, en að Islendingar hafi tekið