Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 107
102
S. P. Sívertsen
Prestafélagsritið
var komið var fyrir framan kirkjuna um að litast líkara því
að þjóðhátíð væri þennan dag, en að dagurinn væri kirkju-
legur hátíðisdagur. Því að á stóru opnu svæði fyrir utan kirkjuna
voru borð og smábúðir, þar sem seldir voru ávextir og annað
góðgæti, en einnig kerti, er menn gátu tekið með sér inn í
kirkjuna. — í kirkjunni var troðfult. Voru sæti í miðkirkjunni
en annarstaðar stóðu menn, og var sífeldur straumur inn í
kirkjuna og út úr henni aftur; fóru menn þó hljóðlega og kyrð
ríkti inni, eftir því sem unt var í slíkum þrengslum. Prestar
og djáknar voru fyrir háaltari og voru tón og söngur hátíðlegt
og spilað fagurlega á hið hljómmikla orgel kirkjunnar. Kirkjan
var afar-stór og vegleg og var hátíðablær á öllu, reykelsis-
ilm lagði um kirkjuna og fjöldi ljósa lýstu í þægilega hálf-
rökkrinu, sem inni var. Hátíðaskarinn í sætunum var hljóður
og lotningu og tilbeiðslu virtist mega lesa út úr svip þeirra,
en hinir, sem stóðu, voru flestir á sífeldu iði, enda heyrðist
aðeins ómurinn af tóninu og söngnum til þeirra, sem utarlega
voru í kirkjunni. Alt hafði sinn einkennilega blæ og auðséð
var, að fjöldinn taldi skyldu sína að komast til guðsþjónustu
þessarar þennan hátíðisdag, þótt mörgum gæti dvölin ekki
orðið þar löng að þessu sinni. Aðrir urðu að komast að, fyrir
þeim varð að þoka — út í sólskinið og blíðuna, sem fyrir
utan var. — Eftir að hafa troðist inn í kirkjuna og staðið
þar góða stund og hlustað á tónið og sönginn og horft á hina
viðhafnarmiklu helgisiði, fylgdum vér 3 straumnum, sem út fór,
og virtum fyrir oss þá einkennilegu þjóðlífsmynd, sem varð á
vegi vorum frá kirkjunni, er stóð á hæð, og alla leið niður í
miðbæinn. Sú þjóðlífsmynd var æði ólík því, er hér þekkist
heima hjá oss. Mest bar á þeim, er eitthvað voru að selja, og
á beiningamönnunum. Þeir sem voru að selja, voru bæði karlar
og konur, og það sem þeir höfðu á boðstólum, voru helgi-
myndir, kerti, kökur, ávextir og sælgæti. Beiningamennirnir
voru margir lama og bæklaðir. Reyndu þeir á allar lundir að
vekja eftirtekt og meðaumkun hátíðaklædda fjöldans og gefa
mönnum tækifæri á að vegsama mildiríka Guðsmóður þennan
dag, með hluttekningu sinni og gjafmildi við fátæka og far-