Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 113

Prestafélagsritið - 01.01.1923, Page 113
108 S. P. Sívertsen: Prestafélagsritiö. sameiginlegrar guðrækni og hjálpar þeim til að fylgjast í anda með öllu því, er í kirkjunni fer fram, og til að taka þátt í sameiginlegri guðsdýrkun safnaðarins. Hver sá sem reynt hefir muninn á því að vera í kirkju í kauptúni hér á landi, þar sem gluggar eru svo neðarlega, að söfnuðurinn sér úr sæt- unum alt, sem fyrir utan gerist, og að vera í kirkju, þar sem ekkert getur truflað á þann hátt, veit hvers virði það er fyrir guðsdýrkun manna, að áhrifa frá því, er gerist utan kirkjunnar, gæti sem minst, þegar inn í hana er komið. Notkun kirknanna til daglegs bænahalds var hitt atriðið, sem mér var ríkt í huga eftir veruna á Spáni. Hefi eg þegar getið þess, hver áhrif það hafi á mig haft, að geta hversdagslega komið í kirkjurnar þar og verið þar innan um biðjandi menn. Að vera með körlum og konum, sem eins á virkum dögum sem helgum komu í kirkju sína hljóðlega til þess eins að njóta þar kyrlátrar bænarstundar og leita samfélags við ósýni- legan heim. Að vera í kirkjum, sem voru dagleg bænahús og það fyrir fjölda manna. Tilhugsunin um þetta vermdi huga minn og vermir enn, þegar eg hugsa til þessarar suðlægu katólku þjóðar. Ekki dettur mér þó í hug að halda því fram, að nokkurt aðalatriði sé, hvort beðist sé fyrir í kirkjum eða annarstaðar. Aðalatriðið er vitanlega, að menn daglega tilbiðji Guð og það í anda og sannleika. Hitt fer eftir aðstæðum og stáðháttum, hvar beðist er fyrir, hvort það er í heimahúsum, úti á víða- vangi eða í kirkju. Ekki kemur mér heldur til hugar, að þessir biðjandi kirkju- gestir suður á Spáni hafi verið öðrum fremur þroskaðir í bænum sínum og þess vegna öðrum til fyrirmyndar. Um það gat eg ekki á neinn hátt verið fær að dæma. Þó þóttist eg vita, að bænir þeirra væru að mörgu leyti ólíkar bænum vor- um. Um það gat eg, meðal annars, sannfærst við að lesa í bænabók þarlendri. Sá siður þeirra að ákalla Maríu mey og aðra helga menn í bænum sínum og biðja þá að bera bænir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.