Prestafélagsritið - 01.01.1923, Blaðsíða 134
Prestafélagsrrttö.
129
Ávarp.
Islandi er áreiðanlega jafnvel einna helzt að leita í því, að
söfnuðurinn þegir. Fáir syngja við hverja messugerð að til-
tðlu, en söfnuðurinn þegir. Þessvegna verður sú athöfn einatt
bragðlítil, svo bragðlítil, að fólkið langar ekki til að koma til
kirkjunnar.
Þess er vert að gæta, að tveir aðilar eiga að vinna saman
við hverja guðsþjónustu. Það mun í meðvitund æðimargra, að
eiginlega sé presturinn og eigi að vera sá starfandi aðili, en
söfnuðurinn áheyrandi (þögull og passiv). Þetta er hrapalegur
misskilningur. Söfnuðurinn á eftir eðli sínu engu síður að vera
starfandi en presturinn. Vinni báðir, prestur og söfnuður í
heild sinni saman, syngi söfnuðurinn, taki hann þátt í sálma-
söngnum og safnaðarsvörunum, ungir og gamlir, konur og
karlar, gæti söfnuðurinn gert þetta að stöðugri, sjálfsagðri
venju, getur guðsþjónustan aldrei orðið bragðlítil; hún hlýtur
að verða tilkomumikil, hátíðleg og einatt hrífandi athöfn, þótt
í hvert sinn sé notast við þá söngkrafta af hálfu safnaðarins,
sem völ er á í hvert sinn.
Það er söngleysið, sem eg kalla, sem eg er viss um, að
hefir óskaplega deyfandi áhrif. En þess er vel að gæta, að
ávalt þarf fólki að þykja ánægja að því að koma til.kirkju,
hvað sem flutningi orðsins að hálfu prestsins líður. Söngur
safnaðarins er annar meginþáttur guðsþjónustunnar. Hann
er ekki neitt ómerkilegt aukaatriði. Hann er annað merki-
legasta atriðið af tveimur atriðum. Hann er jafn rétthátt atriði
og sjálfur flutningur orðsins af hálfu prestsins. Þessvegna er
þetta atriði mörgum sinnum þess vert, að því sé fylsti gaumur
gefinn af hálfu vor prestanna. Og hverjum ætti að vera skyld-
ara en sjálfum þjónandi prestum landsins að sinna þessu máli?
Eg meina ekki aðeins að hugsa um þetta mál, ræða um þetta
og rita um þetta, heldur fyrst og fremst að starfa að þessu
nieð lífi og sál. Hér gagnar ekkert hálfverk. Eg held að það sé
siðferðisskylda hvers þjónandi prests að leggja hér hönd á
plóginn. Og hverjum ætti að vera Ijúfara en sjálfum prestum
landsins að laða safnaðarfólkið til elsku og lotningar við sjálft
það mál, sem þeir hafa gert að lífsstarfi sínu og er þeim
9