Prestafélagsritið - 01.01.1923, Side 140
PrestafélagsritiÖ.
Um meðferð sálmalaga.
135
draga seiminn á síðasta tóninum er mesti ósiður og smekk-
leysa. En þetta viðgengst víðar en á íslandi þó smámsaman
sé verið að laga það. Hingað mun þessi ósiður vera kominn
frá Danmörku, og þar tíðkast hann mjög enn þá. En þetta
er hættulegt, því það dregur svo mjög úr áhrifum laganna.
Og þetta hvorttveggja, að láta allar nótur liggja, sem slá á
aftur, og að tengja allar hendingar saman á þann hátt sem
að framan er sagt, dregur allan kjarna úr mörgum sálmalög-
um, sem annars eru gullfalleg. — Sumum kann nú að detta
í hug, að með þessu móti muni lögin fara í mola — og að
lítið sé það betra en hitt. En í því er einmitt mestur vandinn
fólginn að slá a/lar nóturnar, en þó svo fallega og vel, að
lögin verði ekki sundurlaus, heldur aðeins þrungnari lífi en
ella. Að hitta á réttar þagnir milli hendinga er líka talsverður
vandi, og verður söngnæmur maður að treysta þar á tilfinn-
ingu sína. Alloftast er þögn milli hendinga mjög stutt; þögnin
milli versa mun lengri. Því er auðvitað verst af öllu að tengja
saman vers á sama hátt og siður er að gera með hendingar
— þó það sé líka algengt.
Þegar nú þetta hvorttveggja er lagfært, er næst að hugsa
um hraða og styrkleik laganna. Enska sálmabókin er þannig
úr garði gerð, að í hverju versi standa merki á hverjum stað,
þar sem breyta á um styrkleik. Væri sjálfsagt að gera íslenzku
sálmabókina á líkan hátt úr garði næst þegar hún verður gefin
út. En þar þyrfti auðvitað söngfróður maður að vera með í
verki. — Það hlýtur að vera öllum ljóst, að ekki eigi sami
hraði og styrkleiki við alla sálma og sálmalög jafnt. Hver
mundi geta hugsað sér t. d. »Vor Guð er borg« og »Alt eins
og blómstrið eina« spilað og sungið á einn og sama hátt?
Enginn. En hversu margir munu þeir organistar vera, sem
láta þann mun koma skýrt fram? Organisti verður að kynna
sér nákvæmlega hvern sálm, sem syngja á næsta messudag;
ákveða því næst upp á hár hversu hratt hann ætlar að spila
lagið, hvar á að spila og syngja forte, hvar piano, crescendo,
diminuendo etc. Eitt versið (eða hluti úr versi) leyfir máske
forte, næsta mezzoforte, þriðja piano etc. Sjálfsagt er að æfa